Í þessari viku prjónaði ég mér kjól úr einföldum lopa. Það gekk nokkuð vel og var ég innan við viku að prjóna flíkina.
Fylgihluturinn er unninn úr satínborða og stífaður með lakki. Kemur vel út finnst mér og ég er ánægð með hann og þegar búin að nota hann nokkrum sinnum :). Bjó líka til einn svartan sem ég gaf í 40 afmælisgjöf.
Friday, January 29, 2010
Thursday, January 21, 2010
Vika 3: Lopapeysa og slaufa
Í þessari viku prjónaði ég lopapeysu á yngsta meðliminn. Hann er að sjálfsögðu himinlifandi með móður sína - ekki leiðinlegt það. Ég valdi peysu í blaði nr. 25, breytti litum, stækkaði uppskrift og breytti aðeins framan á ermum og hálsmáli.
Fylgihluturinn sem ég hafði hugsað mér að gera í þessari viku varð ekki að veruleika því það vantaði hlut til að fullkomna verkið. Því tók ég á það ráð að nýta mér bóndadaginn og saumaði svarta satínslaufu á eiginmanninn. Búin að prenta út leiðbeiningar með slaufunni....úff pjúfff.....ekki auðvelt ;).
Fylgihluturinn sem ég hafði hugsað mér að gera í þessari viku varð ekki að veruleika því það vantaði hlut til að fullkomna verkið. Því tók ég á það ráð að nýta mér bóndadaginn og saumaði svarta satínslaufu á eiginmanninn. Búin að prenta út leiðbeiningar með slaufunni....úff pjúfff.....ekki auðvelt ;).
Thursday, January 14, 2010
Vika 2: kjóll og hálsmen
Í þessari viku heklaði ég hálsmen. Ég heklaði utan um frauðkúlur og útkoman er skemmtileg :). Ég heklaði fyrst silfurlitað hálsmen og svo svart hálsmen með fínu glans heklugarni.
Ég saumaði líka kjól úr þremur herraskyrtum. Ég keypti tvær og átti eina enda notaði ég hluta af ermunum á þeirri þriðju og svo hálfan framhluta. Myndirnar eru frá ólíkum sjónarhornum :). Held ég eigi eftir að verða rosalega ánægð með þennan og ætla m.a. að nota hann með tjullpilsi undir ;).
Ég saumaði líka kjól úr þremur herraskyrtum. Ég keypti tvær og átti eina enda notaði ég hluta af ermunum á þeirri þriðju og svo hálfan framhluta. Myndirnar eru frá ólíkum sjónarhornum :). Held ég eigi eftir að verða rosalega ánægð með þennan og ætla m.a. að nota hann með tjullpilsi undir ;).
Thursday, January 7, 2010
Vika 1: Pils og móbíus
Í vikunni hef ég prjónað móbíus og saumað pils.
Garnið er Álafosslopi en lopann átti ég til á lager heima. Ég er mjög ánægð með útkomuna :).
Pilsið er saumað úr satínefni sem ég átti til. Mig langaði til að prófa að gera eitthvað sem var ekki bleikt, grátt eða svart. Pilsið er þægilegt og létt með skemmtilegu mynstri.
Subscribe to:
Posts (Atom)