Sunday, March 28, 2010

Vika 12: Kjóll og undirpils

Í þessari viku saumaði ég fjólubláan kjól. Er þegar búin að nota hann tvisvar þessa helgi og á áreiðanlega eftir að nota hann fullt í viðbót enda er hann ofsalega þægilegur. Hann nær aðeins niður fyrir mið læri og svo eru ermarnar víðar að framan með teygju.







Fylgihluturinn þessa vikuna er undirpils sem ég saumaði fyrir eina flotta pæju sem vinnur með eiginmanninum. Þar sem ég gleymdi að taka mynd af hennar pilsi kemur mynd af mínu sem er alveg eins (en það er ábyggilega yfir árs gamalt).

Tuesday, March 23, 2010

vika 11: stutterma peysa og heklaðar dúllur

Í þessari viku prjónaði ég gráa stutterma hneppta peysu úr Kambgarni. Ég prjónaði peysuna ofanfrá af því mér finnst það svo skemmtileg aðferð. Uppgötvaði daginn eftir að ég setti tölurnar á að þær voru festar með mosagrænum tvinna - hehe - konan sem sagt að finna tvinnann í myrkrinu um kvöld ;).





Í byrjun vikunnar (helgi) fór ég í SPK-ferð á Flúðir og þar heklaði ég ásamt hinum dömunum sætar dúllur úr afgangsgarni. Úr varð skemmtilegt teppi sem allar tóku þátt í að skapa :).

Wednesday, March 17, 2010

Vika 10: Blómakjóll og innkaupapoki

Úff það er búið að vera svo mikið að gera undanfarna viku að ég hef ekki haft tíma til að setja inn myndir af viku 10. En hér er sem sagt afraksturinn.
Ég saumaði gamlan náttkjól neðan á hlírabol. Þetta átti að vera dressið mitt í SPK-sumarbústaðaferðinni en auðvitað gleymdi ég blómakjólnum heima og því var honum ekki skartað í ferðinni....



Einhvernveginn þá fyllast allar hillur hjá mér af "ljótum" stuttermabolum sem ég nota ALDREI. Þennan fékk ég í síðasta kvennahlaupi í Garðabæ 2009. Hef ekki farið í hann síðan. Núna gegnir hann hlutverki margnota innkaupapoka og það rúmast bara þokkalega vel í honum. Hef líka á tilfinningunni að það eigi eftir að fylgja nokkrir í kjölfarið. Þessi er líka monsuponsulítill þegar búið er að brjóta hann saman og passar í töskuna mína :).

Friday, March 5, 2010

Vika 9:Peysukjóll og hundalobba

Í þessari viku saumaði ég svartan peysukjól. Kjóllinn er gjöf til konu sem ég þekki ekki en veit hver er. Mig langar að gleðja þessa ungu konu og vona bara að hún njóti vel :).





Ég prjónaði líka litla lopapeysu á Kófú af því það var eitthvað svo kalt og mikill snjór úti. Hann var nú heldur sneypulegur þegar hann var klæddur í lobbuna og líkaði það alls ekki hehe ;).