Monday, October 31, 2011

Kóngsins Köbenhavn

Skelltum okkur í ferðalag um helgina. Fórum á fimmtudagseftirmiðdegi - eða um hálfsexleytið frá Osló. Keyrðum í gegnum Gautaborg og tókum ferjuna frá Helsingborg til Helsingør. Ferðin yfir sundið tók aðeins 20 mínútur sem voru þó kærkomnar til að standa aðeins upp og teygja úr sér.

Gistum hjá AKS og Kófú í fínu kollegí-íbúðinni hennar.  Við vorum svo glöð að sjá gleraugnaætuna aftur eftir þriggja mánaða fjarveru.

Við kíktum í heimsókn til F og R á Amager og samviskusamlega tók ég myndavélina með en gleymdi svo að taka hana upp.......það er svona þegar maður er í frábærum félagsskap og gleymir sér í góðum mat og spjalli.
Við röltum á strikinu og heimsóttum m.a. Agnes Cupcakes - ok alveg tvisvar.




Á laugardagskvöldinu fórum við í bíó að sjá Klassefesten. Fengum okkur pizzu á Fisketorvet áður en við skunduðum í þetta risabíó.


Á heimleiðinni kíktum við í Fields (það var sunnudagsopið) og versluðum aðeins í matinn - STÓR munur á verðlaginu í DK og Osló. Tókum svo brúna yfir til Malmö og heim.



Í næstu ferð (eftir ca. mánuð) langar mig að heimsækja þessa verslun, en hún var lokuð þegar ég fann hana.


En búðina fann ég þegar ég festi kaup á þessu fína plakati sem hangir nú í eldhúsinu.

Eftir mánuð vonumst við allavega til að geta tekið þennan með heim til Osló.

Wednesday, October 26, 2011

vonbrigði

Ótrúleg vonbrigði að litla skottið skuli þurfa að fara aftur í sprautu og byrja ferlið upp á nýtt. Eitt er að fá ættingja til að líta eftir kvikindinu en að þurfa að níðast á fólki í fleiri mánuði er ekki alveg það sem var upphaflega á áætluninni. Þvílík vonbrigði fyrir okkur öll að geta ekki fengið dýrið með okkur aftur frá Danmörku um helgina. Það flæddi meðal-vatnsból frá mér í gær.... Ég er samt ótrúlega heppin að eiga svona fallega og góða frænku sem hefur verið að passa dýrið og ætlar að passa það áfram fram í desember. Á þeim tíma verðum við að leysa málin öðruvísi. Það er ekki laust við að í gær var ég tilbúin að pakka í kassa, fylla gám og flytja bara aftur heim.....tjah eða til Danmerkur.....þetta var komið gott!

En svo fór ég upp úr hádegi grátbólgin og glæsileg að heimsækja þessa litlu dömu, foreldra hennar og stóra lasna bróðurinn. Knúsaði litla skinnið og gaf henni peysuna sem ég skellti á prjónana um helgina. Fékk kaffibolla og þá var þetta nú ekkert svo alslæmt.


Danmörk seinnipartinn á morgun með nýsteiktar kleinur í poka :D

Tuesday, October 18, 2011

fleiri myndir af íbúð

Var ekki að nenna að setja inn fleiri myndir í gær en hér koma þær.

inngangurinn okkar - til vinstri á myndinni er skáphurð

vinnuherbergið mitt


my wishboard - ég festi það á skáphurðina/geymsluhurðina

svefnherbergið



stofan



neðri heimar

jebb við söfnum kvikmyndaköllum

inngangur í unglingaherbergið



gleymum ekki hvaðan við komum

inngangur í pre-teen herbergið





Jepp - that's all folks!
Er farin út að versla með þennan :D

Monday, October 17, 2011

síðustu vikur!

17 dagar síðan síðast var bloggað. Margt hefur á daga okkar drifið síðan síðast. Við mæðginin skelltum okkur til Íslands og enduðum í svaðilför til Gautaborgar með rútu ásamt næturgistingu þar eftir laaaanga bið á Gardermoen. Í framhaldi af þessari svaðilför höfum við tekið þá ákvörðun að fljúga EKKI með Iceland Express. Þetta félag þjónustar farþega sína mjög illa og ætti almennt ekki að vera starfandi sem ferðaskrifstofa/flugfélag. Okkar málum er ekki lokið vegna þessa en ég er einungis að bíða eftir að netsíminn minn fari að virka aftur - og þá skal HRINGT!

Menn voru þreyttir á hótelinu í Gautaborg

Og svona sáttir að fara heim á réttum tíma með SAS

Eftir alltof stutta dvöl á Íslandi mætti ég hér á nýja heimilið og fór að taka upp úr kössum, þrífa og mála. Skelltum okkur beint af flugvellinum í Elkjøp og keyptum þurkara, sjónvarp og ísskáp. Fórum 3 ferðir í IKEA sem voru allar afskaplega fullar af fólki og biðröðum.....ekki alveg mér að skapi....þó IKEA sé snilldar verslun þá þoli ég eiginlega ekki að fara í IKEA....ehemmm. Keyptum m.a. fataskápa fyrir drengina og okkur, hillur, borð á hjólum og tröppu til að hafa í eldhúsinu því frúin er hobbiti og nær ekki upp í efstu skápa.

Mamma og elsti sonurinn komu í heimsókn sl. fimmtudag og fóru aftur í morgun. Áður en þau komu tók ég upp úr öllum kössum og gekk frá, 6 dagar = 130 kassar :). Við gátum því róleg notið þess að vera saman alla helgina. Fannst frekar erfitt að skila þeim á flugvöllinn í morgun - hefði alveg viljað halda í þau aaaaðeins lengur. Tveir mánuðir í að sonurinn komi aftur.

HOLIÐ

Kimmidolls og Monsterbeans


 skemmtileg speglun á salernishurðinni ;)

hani, krummi, hundur, svín

þegar búið að taka í nokkur spil :)



 ELDHÚSIÐ

jebb ananasinn er alvöru - bara eftir að skera hann í bita


þessi skápur hefur fylgt okkur frá árinu 1998



gott að nota tröppuna til að komast upp í þessa skápa

hestur, mús, tittlingur

uppáhaldið mitt til vinstri á myndinni - doppótt innkaupakerra :)


plastmotta frá Søstrene Grene


STOFAN

ruggustóllinn með heiðurspláss

hægindastóllinn hans pabba/afa er staðsettur við arininn

hér eru engir vatnsofnar né rafmagnsofnar - þetta er kyndingin sem er í boði

fer nú ekki að hætta að litaraða þó ég búi í útttlöndunum ;)

stiginn niður í neðri heima þar sem drengirnir ráða ríkjum


Hvað gerir maður heima hjá sér - komin með allt dót og engir kassar að taka upp úr..........!