Í þessari viku bjó ég til enn einn skyrtukjólinn. Ég hreinlega elska stórar karlaskyrtur því það er hægt að búa til svo margt úr þeim. Ég saumaði skokk - en er þó ekki viss um litinn. Mjög sumarlegur eeeen....ég get þá alltaf litað flíkina!
Fyrr í vikunni fléttaði ég nokkrar lengjur úr afgangs teygjuefni og smitaði nokkra nemendur í leiðinni sem fléttuðu sér hálsmen og hárbönd um leið :)
Friday, February 26, 2010
Saturday, February 20, 2010
Vika 7: silkikjóll og hálsmen
Í þessari viku saumaði ég kjól úr silki sem ég fékk færandi hendi frá Singapore. Vinkona mín bjó í nokkur ár í Singapore og kom færandi hendi eitt sumarið með ekta silki. Kjóllinn límist nú svolítið við mig - veit ekki alveg hvernig maður lagar það. En annars ágætlega skemmtileg rómantísk útkoma.
Hálsmenið er unnið úr "dækkeserviet". Ég er svolítið skotin í uglum og prófaði að búa til eina úr plastdúk....
Hálsmenið er unnið úr "dækkeserviet". Ég er svolítið skotin í uglum og prófaði að búa til eina úr plastdúk....
Thursday, February 11, 2010
Vika 6: Barnakjóll og taska
Í dag hélt ég endurnýtingarnámskeið fyrir kennara í Hafnarfirði. Hressar og skemmtilegar konur sem heimsóttu mig í skólann :). Því helgaði ég umhverfinu þessa viku og saumaði barnakjól úr tveimur bolum (konubol og strákabol) og svo bjó ég til tösku úr hálfum strákabol (aftan á bolnum).
Kjóllinn passar á 2-3 ára stelpu (held það séu fáir strákar sem vilja vera í kjól...). Þetta var skemmtilegt verkefni - ekkert sérstaklega vel saumað en bara varð að gerast hratt áður en hugmyndin dytti úr kollinum ;)
Töskuna hugsa ég undir prjónana eða hekludótið þegar ég fer í vinnuna. Þá þarf ég kannski ekki að kafa djúpt í stóru töskunni minni sem ég þvælist með út um allt.
Kjóllinn passar á 2-3 ára stelpu (held það séu fáir strákar sem vilja vera í kjól...). Þetta var skemmtilegt verkefni - ekkert sérstaklega vel saumað en bara varð að gerast hratt áður en hugmyndin dytti úr kollinum ;)
Töskuna hugsa ég undir prjónana eða hekludótið þegar ég fer í vinnuna. Þá þarf ég kannski ekki að kafa djúpt í stóru töskunni minni sem ég þvælist með út um allt.
Sunday, February 7, 2010
Vika 5: Prjónaðir vettlingar og heklað hálsmen
Já þessi vika var ansi strembin á heimilinu. Vorum að flytja drengina í herbergi á efri hæðinni og standsetja það þriðja niðri líka. Parketlögn og málun upp á hvern dag.
Lauk við að prjóna vettlinga sem ég ætla að senda afa mínu fyrir vestan. Hann er alltaf úti að ditta í sumarbústaðnum sínum og þá er nú gott að eiga góða vettlinga ;). Vettlingarnir eru prjónaðir upp úr vettlingabókinni Hlýjar hendur.
Ég á eftir að þróa þetta hálsmen aðeins meira. Þetta er svona smá tilraun.... Mér finnst rosalega gaman að hekla utan um kúlur og í þetta skipti heklaði ég utan um einhverskonar blómaskreytingarkúlu sem er ekki of létt né of þung...gaman að því ;).
Lauk við að prjóna vettlinga sem ég ætla að senda afa mínu fyrir vestan. Hann er alltaf úti að ditta í sumarbústaðnum sínum og þá er nú gott að eiga góða vettlinga ;). Vettlingarnir eru prjónaðir upp úr vettlingabókinni Hlýjar hendur.
Ég á eftir að þróa þetta hálsmen aðeins meira. Þetta er svona smá tilraun.... Mér finnst rosalega gaman að hekla utan um kúlur og í þetta skipti heklaði ég utan um einhverskonar blómaskreytingarkúlu sem er ekki of létt né of þung...gaman að því ;).
Subscribe to:
Posts (Atom)