Thursday, February 11, 2010

Vika 6: Barnakjóll og taska

Í dag hélt ég endurnýtingarnámskeið fyrir kennara í Hafnarfirði. Hressar og skemmtilegar konur sem heimsóttu mig í skólann :). Því helgaði ég umhverfinu þessa viku og saumaði barnakjól úr tveimur bolum (konubol og strákabol) og svo bjó ég til tösku úr hálfum strákabol (aftan á bolnum).

Kjóllinn passar á 2-3 ára stelpu (held það séu fáir strákar sem vilja vera í kjól...). Þetta var skemmtilegt verkefni - ekkert sérstaklega vel saumað en bara varð að gerast hratt áður en hugmyndin dytti úr kollinum ;)



Töskuna hugsa ég undir prjónana eða hekludótið þegar ég fer í vinnuna. Þá þarf ég kannski ekki að kafa djúpt í stóru töskunni minni sem ég þvælist með út um allt.

No comments: