Tuesday, March 23, 2010

vika 11: stutterma peysa og heklaðar dúllur

Í þessari viku prjónaði ég gráa stutterma hneppta peysu úr Kambgarni. Ég prjónaði peysuna ofanfrá af því mér finnst það svo skemmtileg aðferð. Uppgötvaði daginn eftir að ég setti tölurnar á að þær voru festar með mosagrænum tvinna - hehe - konan sem sagt að finna tvinnann í myrkrinu um kvöld ;).





Í byrjun vikunnar (helgi) fór ég í SPK-ferð á Flúðir og þar heklaði ég ásamt hinum dömunum sætar dúllur úr afgangsgarni. Úr varð skemmtilegt teppi sem allar tóku þátt í að skapa :).

4 comments:

Anonymous said...

Ótrúlega "girnileg" mynd. Litskrúðug og falleg

e said...

Já hún Jóhanna vinkona mín tók þessa mynd - en hún er znillingur með myndavélina :).

Anonymous said...

Ekki smá flott!! OG myndatakan sannar það!!

kv. Eydís.

Anonymous said...

Og peysan er líka æði. Næst þarftu að kenna mér að prjóna ofan frá. Ermarnar eru að klárast og eru báðar eins :)