Tuesday, May 18, 2010

Vika 19:barnakjóll og blómaband

Í þessari viku saumaði ég barnakjól upp úr peysu sem samstarfskona mín átti. Hún "fílaði" ekki þessa peysu og ég ákvað að breyta henni í kjól sem hún getur gefið barnabarninu sínu :).
Svona leit peysan út áður en ég byrjaði.


Svona lítur kjóllinn út sem litla daman fær.


Bjó til blóm úr afgangi af kjólnum frá því úr síðustu viku. Setti á band og það er hægt að nota sem belti eða skraut á fatnað.

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert auðvitað bara SNILLINGUR Elín mín. Æðislegur kjóll.