Tuesday, June 22, 2010

Vika 24: Peningaveski og bikinilögun

Já það fór víst lítið fyrir saumaskapnum í þessari viku þar sem ég fór til Tenerife í viku með yngsta strumpinn. En áður en ég fór náði ég að sauma þrjú peningaveski til að hafa um mittið. Algjör snilld þegar maður ferðast út í heim :).



Á Tenerife lagaði ég aðeins (handsaumaði) bikinibrjóstahaldarann þar sem mér fannst hann gapa of mikið. Ekki að ég þyrfti mikið á þessu bikini að halda þar sem sólin skein á okkur síðustu 2 dagana en hina 5 á undan var alskýjað allan daginn alla dagana.



Svona var himininn í 5 heila daga.



Svona var himininn í 2 heila daga.

Vika 23:Kjóll og fótbolti

Í þessari viku keypti ég náttkjól í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum og breytti honum í aðeins pæjulegri kjól. Setti pífur og skáband :). Kjóllinn er ofsalega sumarlegur og ég er búin að nota hann einu sinni. Á pottþétt eftir að nota hann aftur í sumar. Hann er kannski helst til stuttur þegar beltið er komið á en þá er fínt að vera í leggings í íslenska sumrinu hehe.
Hérna er kjóllinn í upprunalegri mynd.


Hérna er kjóllinn með samlitu slaufubandi.


Og hérna er svo kjóllinn með svörtu belti.


Fylgihlutur þessa vikuna var fótbolti. Jamm ég ætlaði að athuga hvort ég gæti látið nemendurna mína sauma svona bútasaumsfótbolta. Eftir saumaskapinn hef ég það á tilfinningunni að þeir allra allra bestu gætu klórað sig í gegnum þetta en hinir væru aðallega í því að rekja upp.... Gleraugnaætan er hinsvegar hæstánægð með nýjasta leikfangið ;).

Monday, June 7, 2010

Vika 22: Stuttbuxur og dúkur

Í þessari viku ákvað ég að stytta svartar buxur sem ég keypti í H&M fyrir mööörgum árum síðan. Ég hef ekki átt stuttbuxur í háa herrans tíð en þar sem veðrið hefur svo sannarlega boðið upp á stuttar buxur ákvað ég að nýta tækifærið og klippa skálmar. Buxurnar voru kvartbuxur og ég hef notað þær sem vinnubuxur síðastliðin ár, m.a. málað í þeim og voru hvítar slettur á skálmunum. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Bætti litlu bleiku blómi á aðra skálmina og núna verð ég kannski brún á fótleggjunum þegar ég er að vinna í garðinum í sumar....Hafði nú ekki hugsað mér að fara í þeim á djammið hehe.





Keypti fyrir þó nokkru svart dúkaefni í RL búðinni og er búin að þvo dúkinn nokkrum sinnum en nennti aldrei að falda hann. Núna var ekki hjá því komist þar sem hann kom allur í flækju út úr þvottavélinni síðast ehe! Faldaði því dúkinn í þessari viku og læt það vera fylgihlutinn í þetta skiptið.