Í þessari viku ákvað ég að stytta svartar buxur sem ég keypti í H&M fyrir mööörgum árum síðan. Ég hef ekki átt stuttbuxur í háa herrans tíð en þar sem veðrið hefur svo sannarlega boðið upp á stuttar buxur ákvað ég að nýta tækifærið og klippa skálmar. Buxurnar voru kvartbuxur og ég hef notað þær sem vinnubuxur síðastliðin ár, m.a. málað í þeim og voru hvítar slettur á skálmunum. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Bætti litlu bleiku blómi á aðra skálmina og núna verð ég kannski brún á fótleggjunum þegar ég er að vinna í garðinum í sumar....Hafði nú ekki hugsað mér að fara í þeim á djammið hehe.
Keypti fyrir þó nokkru svart dúkaefni í RL búðinni og er búin að þvo dúkinn nokkrum sinnum en nennti aldrei að falda hann. Núna var ekki hjá því komist þar sem hann kom allur í flækju út úr þvottavélinni síðast ehe! Faldaði því dúkinn í þessari viku og læt það vera fylgihlutinn í þetta skiptið.
No comments:
Post a Comment