Monday, October 15, 2012
íbúðaráp
Í gær ákváðum við hjónin að það væri kominn tími til að skoða íbúðir í hverfinu sem við viljum allra helst búa í hérna í Osló. Við vorum að skoða íbúðir sem voru til sölu og þá aðallega til að sjá hvað fólk væri að fá fyrir peninginn og hversu stórt/lítið eru eiginlega 60 - 70fm. Ekki ætluðum við að bjóða í þessar eignir heldur ákváðum við hins vegar að skrá okkur á þar til gerðan lista í hverri íbúð en þá getur maður fylgst með hvað er verið að bjóða í íbúðina og á hvað hún selst að lokum. Auðvitað er gert ráð fyrir því að það séu aðeins þeir sem hafi áhuga á að bjóða sem skrifi sig á listann......en hei við erum útlendingar! Ég er því búin að vera í fullri vinnu í dag að fylgjast með boðum í þessar þrjár íbúðir og já takk fyrir þær eru allar seldar. Við klórum okkur bara í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort það sé eitthvað að...........sko toppstykkinu!
Fyrsta íbúðin sem við skoðuðum var 66fm - alveg ágæt nema það var í rauninni ekkert eldhús......og ísskápurinn var í dvergastærð. Verðið á íbúðinni var sett 2.590.000 NOK. Hún seldist í dag á 3.300.000 NOK.
Önnur íbúðin sem við skoðuðum var 68fm - var ábyggilega einu sinni verslun og hefur verið opnað niður í kjallara og búin til íbúð úr geymslunum. Ekkert anddyri bara vaðið beint inn í eldhús. Búið var að reyna að selja þessa íbúð áður í ágúst en þá var vatnsskaði og boðið sem kom í hana var of lágt að mati eiganda. Vatnsskaðann var búið að laga núna og á íbúðina var sett 2.590.000 NOK. Íbúðin seldist áðan á 2.500.000 NOK en það er mjög óvanalegt að íbúðir í þessu hverfi fari undir uppsettu verði. Það var nokkuð ljóst þegar við skoðuðum hana að frágangurinn var ekki í lagi.
Þriðja íbúðin sem við skoðuðum var 40fm - var einu sinni lítil verslun en núna ofsalega sæt lítil eins manns íbúð (ok kannski roooosalega ástfangið par gæti hæglega búið þarna). Á þessa íbúð var sett 1.900.000 NOK og hún fór áðan á 2.550.000 NOK.
Hérna er hægt að umreikna í íslenskar krónur (fyrir þá sem vilja).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment