Sunday, February 7, 2010

Vika 5: Prjónaðir vettlingar og heklað hálsmen

Já þessi vika var ansi strembin á heimilinu. Vorum að flytja drengina í herbergi á efri hæðinni og standsetja það þriðja niðri líka. Parketlögn og málun upp á hvern dag.
Lauk við að prjóna vettlinga sem ég ætla að senda afa mínu fyrir vestan. Hann er alltaf úti að ditta í sumarbústaðnum sínum og þá er nú gott að eiga góða vettlinga ;). Vettlingarnir eru prjónaðir upp úr vettlingabókinni Hlýjar hendur.



Ég á eftir að þróa þetta hálsmen aðeins meira. Þetta er svona smá tilraun.... Mér finnst rosalega gaman að hekla utan um kúlur og í þetta skipti heklaði ég utan um einhverskonar blómaskreytingarkúlu sem er ekki of létt né of þung...gaman að því ;).

1 comment:

Anonymous said...

Vettlingarnir eru svaka flottir og afi inn verður pottþétt himinlifandi með þá. Og ekki er nú hálsmenið síðra maður..
Alma