Monday, May 31, 2010

Vika 21: Stuttur jakki og útiborðið mitt

Ég á eiginlega engan sumarjakka eða svona stuttan jakka. Fyrir nokkrum árum saumaði ég mér kápu sem ég notaði nokkrum sinnum. Síðan hefur hún hangið á herðatré inni í skáp og ég hef alltaf verið að spá í hvað ég ætti að gera við hana. Lausnin kom í þessari viku. Ég stytti kápuna, tók kragann af og úr varð skemmtilegur jakki sem ég á pottþétt eftir að nota :)

Svona leit kápan út:


Svona lítur jakkinn út:


Smá díteils:


Fylgihluturinn minn þessa vikuna á eftir að fylgja mér í allt sumar og tjah bara öll sumur hér eftir. Mér áskotnaðist járngrind undan borði og ákvað að smíða ofan á það borðplötu sem ég endaði svo á að bera á viðarvörn. Borðið verður notað til að umpotta plöntum, undirbúa grillmatinn og bara allt það sem hugurinn girnist á sumrin :). Tuborgkassinn inniheldur jarðaberjaplöntuna sem ég keypti í vor. Hún hefur þegar gefið af sér eitt ber sem yngsti sonurinn fékk að smakka og fannst rosalega gott.

2 comments:

frugalin said...

Skil ekki í þér að tíma að klippa kápuna, geggjuð kápa ... en reyndar er jakkinn flottur líka.
Það eru einmitt svona útihúsgögn sem mig langar í á pallinn hjá mér, hvar fékkstu grindina?

Anonymous said...

Æi ég notaði kápuna bara tvisvar....en ætla að vera duglegri að nota jakkann hehe ;)
Grindin var heima hjá mömmu og hún var á leiðinni á haugana með dæmið - held það hafi verið glerplata ofan á henni í byrjun!