Í þessari viku ákvað ég að breyta svörtu pilsi sem ég átti í kjól. Pilsið keypti ég í Róm fyrir nokkrum árum og það náði niður á miðja kálfa. Það er ekkert sérstaklega hentugt fyrir dverg eins og mig og því saumaði ég efri part á pilsið og nú nær hann niður á hné eins og ég vil hafa hann :).
Ég fór á námskeið í Nálinni hjá Helgu Isager prjónahönnuði. Þar lærði ég að búa til prjónaprufur ÁÐUR en ég prjóna flíkina hehe. Frú óþolinmóð (þegar kemur að svona verkefnum) var nú ekki alveg að nenna þessu - en verður að viðurkenna að þetta ER algjörlega málið.
No comments:
Post a Comment