Tuesday, July 6, 2010

Vika 26: Prjónuð húfa og blómanæla

Ég prjónaði húfu eftir munstri sem ég lærði á prjónanámskeiðinu í síðustu viku. Ákvað að nota Kambgarnsafganga og er mjög sátt við útkomuna. Þessi er hlý í útilegurnar í sumar.

Munstrið heitir lænkestrikning.


Ég prjónaði síðan fremhævede masker sem kemur mjög vel út að aftan, tjah eða að framan.


Svo finnst mér húfan ekkert síðri á röngunni :)



Saumaði stóra blómanælu eins og mig hefur langað í lengi. Spurning hvort maður þori að láta sjá sig með svona ferlíki í barminum. Tjah ég get þá allavega hengt hana á einhverja töskuna :).

No comments: