Skelltum okkur í ferðalag um helgina. Fórum á fimmtudagseftirmiðdegi - eða um hálfsexleytið frá Osló. Keyrðum í gegnum Gautaborg og tókum ferjuna frá Helsingborg til Helsingør. Ferðin yfir sundið tók aðeins 20 mínútur sem voru þó kærkomnar til að standa aðeins upp og teygja úr sér.
Gistum hjá AKS og Kófú í fínu kollegí-íbúðinni hennar. Við vorum svo glöð að sjá gleraugnaætuna aftur eftir þriggja mánaða fjarveru.
Við kíktum í heimsókn til F og R á Amager og samviskusamlega tók ég myndavélina með en gleymdi svo að taka hana upp.......það er svona þegar maður er í frábærum félagsskap og gleymir sér í góðum mat og spjalli.
Við röltum á strikinu og heimsóttum m.a. Agnes Cupcakes - ok alveg tvisvar.
Á laugardagskvöldinu fórum við í bíó að sjá Klassefesten. Fengum okkur pizzu á Fisketorvet áður en við skunduðum í þetta risabíó.
Á heimleiðinni kíktum við í Fields (það var sunnudagsopið) og versluðum aðeins í matinn - STÓR munur á verðlaginu í DK og Osló. Tókum svo brúna yfir til Malmö og heim.
Í næstu ferð (eftir ca. mánuð) langar mig að heimsækja þessa verslun, en hún var lokuð þegar ég fann hana.
En búðina fann ég þegar ég festi kaup á þessu fína plakati sem hangir nú í eldhúsinu.
Eftir mánuð vonumst við allavega til að geta tekið þennan með heim til Osló.
3 comments:
Oh þetta hefur verið æðisleg ferð í alla staði, en missti gleraugnaætan sig ekki alveg þegar hún sá ykkur?
Kv. Júlíana
Fúlt með hundkvikyndið, vonandi gengur betur eftir mánuð.
Nú þarf maður að fara liggja yfir flugferðum, da da, er það ekki bara express sem gildir??? hahaha veit þína skoðun á þeim.
Jú Júlíana - hann missti sig :D
Jóhanna - tékkaðu á SAS :) - svo var Icelandair að bjóða einhvern díl eftir áramót!
Post a Comment