Í Osló flokkum við heimilissorpið. Við erum með græna poka fyrir lífrænan úrgang, bláa poka fyrir plastið, glergáma og pappírsgáma. Samviskusamlega flokka ég allt í "frumeindir" - eða þannig. Hvers vegna í ósköpunum ætli íbúarnir í borginni gangi þá svona illa um þegar þeir eru með svona flott flokkunarkerfi? Svona er þetta alls staðar. Það er hvorki sópað upp eftir sóðana né nenna sóðarnir að henda rusli í þar til gerðar sorptunnur!
Þegar þessi mynd var tekin var einnota kaffibollinn búinn að standa undir þessu handriði í 6 vikur..... ég er ekki að ýkja. Allir í fjölskyldunni spáðu í hversu lengi kaffibollinn yrði látinn vera þarna óhreyfður. Auðvitað gætum við hafa fjarlægt hann - en þá hefði tilraunin jú misheppnast hjá þeim sem setti kaffibollann þarna. Eða var þetta kannski ekki tilraun hjá viðkomandi? Þess má geta að vindurinn feykti ekki einu sinni kaffibollanum um koll - enda var hann greinilega vel staðsettur hjá sóðanum ;)
Stigagangurinn þar sem ég bý núna hefur ekki verið þrifinn síðan í september. Jebb that's right síðan í SEPTEMBER. Ástæðan er sú að stúlkan (á efri hæðinni) sem er ráðin til að þrífa er í veikindaleyfi og þá er bara enginn annar fenginn í staðinn. Hef svo sem verið að spá í að taka þetta að mér - en launin eru ekkert til að húrra yfir. Svo er spurningin um að fara bara þarna út og sópa og skúra.....en þá búast allir við að ég geri þetta framvegis og það frítt. Ehemm. Þannig að ég er komin á það hættulega stig að loka bara minni innihurð og þá veit ég ekki af þessu - nákvæmlega eins og hinir :D. Þoli ekki að hugsa svona og haga mér eins og hjörðin...........skamm!
Kannski ég ætti bara að gerast ræstitæknir fyrir bygginguna (held það séu 9 stigagangar með 6-8 íbúðum í hverjum gangi). Ég er allavega djöh góð að þrífa ;)
No comments:
Post a Comment