Monday, October 17, 2011

síðustu vikur!

17 dagar síðan síðast var bloggað. Margt hefur á daga okkar drifið síðan síðast. Við mæðginin skelltum okkur til Íslands og enduðum í svaðilför til Gautaborgar með rútu ásamt næturgistingu þar eftir laaaanga bið á Gardermoen. Í framhaldi af þessari svaðilför höfum við tekið þá ákvörðun að fljúga EKKI með Iceland Express. Þetta félag þjónustar farþega sína mjög illa og ætti almennt ekki að vera starfandi sem ferðaskrifstofa/flugfélag. Okkar málum er ekki lokið vegna þessa en ég er einungis að bíða eftir að netsíminn minn fari að virka aftur - og þá skal HRINGT!

Menn voru þreyttir á hótelinu í Gautaborg

Og svona sáttir að fara heim á réttum tíma með SAS

Eftir alltof stutta dvöl á Íslandi mætti ég hér á nýja heimilið og fór að taka upp úr kössum, þrífa og mála. Skelltum okkur beint af flugvellinum í Elkjøp og keyptum þurkara, sjónvarp og ísskáp. Fórum 3 ferðir í IKEA sem voru allar afskaplega fullar af fólki og biðröðum.....ekki alveg mér að skapi....þó IKEA sé snilldar verslun þá þoli ég eiginlega ekki að fara í IKEA....ehemmm. Keyptum m.a. fataskápa fyrir drengina og okkur, hillur, borð á hjólum og tröppu til að hafa í eldhúsinu því frúin er hobbiti og nær ekki upp í efstu skápa.

Mamma og elsti sonurinn komu í heimsókn sl. fimmtudag og fóru aftur í morgun. Áður en þau komu tók ég upp úr öllum kössum og gekk frá, 6 dagar = 130 kassar :). Við gátum því róleg notið þess að vera saman alla helgina. Fannst frekar erfitt að skila þeim á flugvöllinn í morgun - hefði alveg viljað halda í þau aaaaðeins lengur. Tveir mánuðir í að sonurinn komi aftur.

HOLIÐ

Kimmidolls og Monsterbeans


 skemmtileg speglun á salernishurðinni ;)

hani, krummi, hundur, svín

þegar búið að taka í nokkur spil :)



 ELDHÚSIÐ

jebb ananasinn er alvöru - bara eftir að skera hann í bita


þessi skápur hefur fylgt okkur frá árinu 1998



gott að nota tröppuna til að komast upp í þessa skápa

hestur, mús, tittlingur

uppáhaldið mitt til vinstri á myndinni - doppótt innkaupakerra :)


plastmotta frá Søstrene Grene


STOFAN

ruggustóllinn með heiðurspláss

hægindastóllinn hans pabba/afa er staðsettur við arininn

hér eru engir vatnsofnar né rafmagnsofnar - þetta er kyndingin sem er í boði

fer nú ekki að hætta að litaraða þó ég búi í útttlöndunum ;)

stiginn niður í neðri heima þar sem drengirnir ráða ríkjum


Hvað gerir maður heima hjá sér - komin með allt dót og engir kassar að taka upp úr..........!

5 comments:

Anonymous said...

oooooo hlakka til að koma í heimsókn!

Knús
Sigrún

e said...

Hlakka líka til að fá þig í heimsókn :)

Anonymous said...

Ekki að spyrja að því, orðið heimilislegra hjá þér á nokkrum dögum en hjá flestum eftir áratuga búsetu :) Knús til ykkar. Íris

Anonymous said...

Huggulegt hjá þér Elín, hvernig ferðu að þessu. Ef þér leiðist þá getur þú komið og spreytt þig á mínu heimili ;) eða bara fengið góðan kaffibolla. Nú styttist í að ég fari í labbitúr með vagninn um osloborg, kíkja í cup cake búðina....ertu með?

e said...

AUÐVITAÐ er ég með :)
Á nú líka eftir að koma og knúsa litlu snúlluna sko.