Í gær pakkaði ungmennið í tösku brosandi allan hringinn. Í dag er ferðinni heitið til Íslands í 8 daga. Skipulagið var mjög skipulagt. Hann fór í skólann í morgun, eins og venjulega og ég átti að hitta hann kl. 11:50 niður á National-lestarstöð með töskuna. Ég mætti samviskusamlega kófsveitt með töskuna eftir að hafa labbað með hana á T-banastöðina okkar. Við röltum þar sem fluglestin fer og þegar ég ætlaði að kaupa miða fyrir ungmennið í fluglestina bað hann í leiðinni um vegabréfið og flugmiðann......obbobobbb. Því hafði móðirin steingleymt heima á eldhúsborði. Þetta þýddi bara hlaup konunnar í trikkinn - hlaup úr trikknum heim að ná í vegabréfið - hlaup í trikkinn og hlaup úr trikknum inn á lestarstöð þar sem ungmennið beið samviskusamlega. Hann komst allavega út á flugvöll (búin að fá sms) og ég gat sveitt og sæl tekið 100kg skólatöskuna hans á bakið og farið heim.
Sjáumst!
No comments:
Post a Comment