Ljósakanínan mín í eldhúsglugganum hefur eignast unga. Ég sé það bara á henni hvað hún er hamingjusöm með ungana sína, verst samt að þeir skipta litum ef það er kveikt á þeim. Líklega tengist það bara stærðinni á þeim - ætli það eigi eftir að eldast af þeim?
Tjéllingin er enn meðetta - jebb slær í gegn hvað eftir annað í árlegu blóðprufunum. Fékk símtal frá lækninum í dag þar sem ég var beðin um að bryðja járn út í eitt. Alvarlegur járn- og blóðskortur í gangi.....mér finnst þetta vera flassbakk.....ég er "alltaf" að lendíssu. Í gær gaf ég mér sem sagt blóðprufu í afmælisgjöf. Gaf mér líka hlaup og göngu á brettinu í BareTrening úti á horni (tók nú Dr. Voltarol með þar sem rófan er ekkert alveg að samþykkja brettið eða hreyfingu almennt ehemm). Fór í langa heita sturtu og lakkaði neglur - jebb best að taka þetta alla leið fyrst maður er að eldast svona á milli ára!
Svo bakaði ég GULA köku af því gular kökur eru GLAÐARI kökur en aðrar kökur. Þeim yngsta á heimilinu fannst að kakan ætti að vera röndótt og afmæliskonan valdi því svartan, gulan og bleikan lit. Notaði í fyrsta skipti sykurmassa og það gekk svona súper vel. En svona sykurmassi er alltof sætur, ef út í það er farið, reikna ekki með mikilli notkun - finnst þetta ekkert alltof gott....fjúff. Einnig var óskað eftir lakkrísbollakökum og því voru bakaðar nokkrar minicupcakes.
Sá yngsti kom svo færandi hendi heim úr skólanum en hann gaf mömmu sinni lakkrís sem er allra besta nammið í öllum heiminum - sama hvernig lakkrís það er. Áður hafði ég fengið flottustu tölvutösku í heimi sem hann saumaði sjálfur í skólanum.
Eiginmaðurinn kom svo færandi hendi með blóm handa frúnni þegar hann kom heim úr vinnunni. Aldrei of oft sem maður fær blóm. Þetta voru margrétarblóm - þið vitið þessi hvítu með gulu miðjunni.....elska þau.
Í vikunni kom svo washi límbandið sem ég pantaði á etsy um daginn. Hef ekki grænan grun hvað ég ætla að nota það í - en krúttlegt er þetta.
Pósturinn kom með tilkynningu um pakka í gær. Ég fór því spennt að ná í pakkann í dag og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum (eins og ég myndi einhverntíma verða það ef ég fengi pakka - uuuh neits). Í pakkanum frá bestu systur í Barcelona var sætasti te-apinn og falleg og litrík gúmmífiðrildi til að setja á glös.
Ég er að segja ykkur, te-ið bragðast MIKLU betur eftir að apinn mætti á svæðið.
Friday, January 27, 2012
Saturday, January 21, 2012
fiðrildi í maganum
Þá er bókin farin í prentun. Hvað skal segja.....ég er allavega með fiðrildi í maganum.
Í vikunni bakaði ég möffinsin hennar Ebbu með Pálmasykri og Lucumadufti. Framandi orð í mínum eyrum - en mikið rosalega voru möffinsin góð á bragðið. Runnu ofan í drengina og alveg á hreinu að þessar verða bakaðar aftur.
Ég er að lesa svo margar bækur þessa dagana að ég bjó mér til nokkur bókamerki úr umslögum sem detta hér í póstkassann nokkrum sinnum í viku. Sum brenni ég en datt í hug að nota nokkur í bókamerki.
Hér snjóar og snjóar og á miðnætti í gær voru tölurnar þessar
Í morgun voru tölurnar þessar
Annars er "rófan" alveg að taka sinn tíma í að lagast. Gengur hægt (að mínu mati) en ég er þó samt farin að geta farið í lengri göngutúra - þó ég fari hægt um.....
Ég er að lesa svo margar bækur þessa dagana að ég bjó mér til nokkur bókamerki úr umslögum sem detta hér í póstkassann nokkrum sinnum í viku. Sum brenni ég en datt í hug að nota nokkur í bókamerki.
Hér snjóar og snjóar og á miðnætti í gær voru tölurnar þessar
Í morgun voru tölurnar þessar
Annars er "rófan" alveg að taka sinn tíma í að lagast. Gengur hægt (að mínu mati) en ég er þó samt farin að geta farið í lengri göngutúra - þó ég fari hægt um.....
Sunday, January 15, 2012
Kongóbarnið
Þar kom að því að við fengum nafn og mynd af stúlkunni sem við köllum litlu systur á heimilinu. Menn eru yfir sig hrifnir af litlu systur og vilja fá að ættleiða hana. Sá yngsti þó skeptískur á þetta og veltir því fyrir sér hvort það sé verið að gabba okkur....
Komin með mynd og nafn og heimilisfang fór hausinn á flug í gær og áfram í dag. Í gær klippti ég út dúkkulísuföt (barnið er jú bara að verða 3 ára í mars).
En í dag langaði mig meira til að senda henni eitthvað búið til úr efni....eitthvað mjúkt. Skv. pappírum má bara senda litlar gjafir eins og hárteygjur og límmiða og þess háttar sem fer lítið fyrir í umslagi og lítil hætta á að verði stolið á leiðinni. Hugs hugs. Ég saumaði litla dúkku í dag og tvo kjóla á dúkkuna.
Ef svo ólíklega vildi til að einhver ráðamaðurinn í Kongó myndi stela dúkkunni - þá saumaði ég nafnið á barninu á magann á dúkkunni. Þá hugsa ég að sá sem stelur verður alltaf með "vont bragð í munninum" þegar dúkkan er merkt öðrum.
Að sjálfsögðu var sniðið á dúkkunni hugsað út frá litlu umslagi. Huh, þetta tókst bara prýðilega því dúkkan er á stærð við póstkort og aðeins 1/2 sm á þykkt.
Komin með mynd og nafn og heimilisfang fór hausinn á flug í gær og áfram í dag. Í gær klippti ég út dúkkulísuföt (barnið er jú bara að verða 3 ára í mars).
Ef svo ólíklega vildi til að einhver ráðamaðurinn í Kongó myndi stela dúkkunni - þá saumaði ég nafnið á barninu á magann á dúkkunni. Þá hugsa ég að sá sem stelur verður alltaf með "vont bragð í munninum" þegar dúkkan er merkt öðrum.
Að sjálfsögðu var sniðið á dúkkunni hugsað út frá litlu umslagi. Huh, þetta tókst bara prýðilega því dúkkan er á stærð við póstkort og aðeins 1/2 sm á þykkt.
Merkimiðar:
familien,
håndarbejde,
kongó,
syning
Wednesday, January 11, 2012
rófulausir dagar
Hversu heppinn getur maður verið með fjölskyldu sína og vini? Ég er umkringd fallegu fólki að innan sem utan. Það vilja allir allt fyrir mig gera. Meira að segja drengirnir mínir eru extra duglegir á heimilinu þessa dagana á meðan rófulausa mamman er í skák og mát. Það er í raun bara einn á heimilinu sem er ekki alveg að skilja það að frúin hlaupi ekki með hann inn og út eins og ekkert sé. Skilur ekkert í því hvað frúin fer hægt yfir þegar við förum út að viðra okkur....eða aðalega að viðra hann því - því frúnni nægir að sitja á hægri- eða vinstri rasskinn tjah eða bara liggja á maganum takk fyrir. Ég þakka enn og aftur fyrir vinkonu mína hana Ilse Jacobsen að hafa búið til svona hrikalega þægileg gúmmístígvél. Ég þarf ekkert að beygja mig til að smeygja mér í uppháu tútturnar - þvílíkur munur þessa dagana.
Tuesday, January 10, 2012
áskorun
Helgin var skemmtileg. Við slógum upp partýstemmingu á laugardaginn með þriggja tíma fyrirvara. Unglingarnir skelltu sér í bíó um kvöldið og skemmtu sér mjög vel. Á sunnudag fórum við upp á Sognsvann til að prófa gönguskíðin. Ég hef aldrei stigið á slíkt fyrirbæri áður og var sæmilega spennt fyrir viðburðinum. Ástæðan var aðallega sú að á miðvikudagskvöld erum við skráð á örnámskeið í skíðagöngu. Útiveran var fín, frábært að prófa gönguskíðin og ég hvergi nærri því hætt.....nema kannski í augnablikinu þar sem mér tókst að taka teiknimyndafígúrufall á þetta og lenti á rófubeininu og engu öðru - fætur og alltof löng skíðin upp í loft og púmm beint á rófubeinið. Finn hvergi annarsstaðar til - ekki einu sinni með örlítinn marblett....neibb tók þetta alla leið takk fyrir. Ég hef því afboðað komu mína á örnámskeiðið í skíðagöngu og sendi eiginmanninn einan á staðinn annað kvöld. Sjálf á ég fullt í fangi með að sitja, liggja, ganga og allt þar á milli. Bestu vinir mínir eru Hr. Íbúfen og Dr. Voltarol og svo vaknaði Fröken Bjúgur með mér í dag.....hún er eiginlega langbesti vinur minn í dag....ehemmm!
Snjórinn hefur verið að heimsækja okkur hérna inni í miðborginni undanfarinn sólarhring. Ekki leiðinlegt það.
Annars er ég á fullu að prófarkalesa bókina. Gengur súper vel enda eðalfólk búið að senda mér ábendingar um hvað mætti betur fara. Markmiðið er að koma bókinni í prentun í janúar. Panta eitt þúsund bækur og hef ekki grænan grun hvar ég á að koma þeim fyrir á meðan þær eru ekki seldar! Ég þarf svo að fara til Íslands og pranga verkinu inn á fólk en ég hef svona verið að skoða það hvenær ég hafi tíma til að fara - er ekki alveg að sjá það gerast miðað við útstáelsið á heimilisfólkinu.....það er þarna ein vika kannski!
Snjórinn hefur verið að heimsækja okkur hérna inni í miðborginni undanfarinn sólarhring. Ekki leiðinlegt það.
Annars er ég á fullu að prófarkalesa bókina. Gengur súper vel enda eðalfólk búið að senda mér ábendingar um hvað mætti betur fara. Markmiðið er að koma bókinni í prentun í janúar. Panta eitt þúsund bækur og hef ekki grænan grun hvar ég á að koma þeim fyrir á meðan þær eru ekki seldar! Ég þarf svo að fara til Íslands og pranga verkinu inn á fólk en ég hef svona verið að skoða það hvenær ég hafi tíma til að fara - er ekki alveg að sjá það gerast miðað við útstáelsið á heimilisfólkinu.....það er þarna ein vika kannski!
Sunday, January 8, 2012
Friday, January 6, 2012
ævintýri á nýju ári
Við vorum fimm á gamlárskvöld. Frúin skreytti borð og eldaður var kalkúnn. Við settum fiðurfénaðinn í saltpækil yfir nótt og heppnaðist hann svona líka rosalega vel. Fyllingin var án uppskriftar (sem við sjáum eftir núna að hafa ekki skrifað niður ahhaha). Sjaldan borðað eins góðan kalkún.
Fórum út að skjóta í Torshovdalen rétt fyrir miðnætti. Þeir eru nú ekkert alltof færir í skotunum þessir innfæddu - eiginlega bara stórhættulegir. Sá yngsti náði þó að kveikja í einhverjum púðurkerlingum og enginn slasaðist úr okkar hópi.
Eiginmaðurinn dvaldi á Íslandi milli jóla og nýárs. Þegar hann kom heim var hann með Hátíðarblöndu og Malt í ferðatöskunni. Allir hlökkuðu til að fá "alvöru" jólaöl á áramótunum. Á gamlárskvöld var boðið upp á Hátíðarblönduna og féll hún í góðan jarðveg. Þann 1. janúar var boðið upp á malt og appelsínbland. Sniðugt hvernig hægt er að komast að því hvort fólk er með óþol fyrir hinu og þessu. Svona leit drengurinn allavega út eftir maltdrykkjuna - sem var alls ekki í óhófi.
Er annars búin að baka fyrsta kökuskammtinn þetta árið. Bakaði súkkulaðibitakökur upp úr Disneybókinni. Þær féllu vel í kramið með mjólkurglasi og voru ekkert alltof lengi að klárast.
Smá veikindi í gangi á heimilinu, ekkert alvarlegt - enginn hiti, en þar sem unginn var búinn að vera með magakvalir í alltof langan tíma ákváðum við að heimsækja læknavaktina í miðborg Oslóar í fyrrakvöld. Það ætlum við ekki að gera aftur. Ef við vorum ekki veik þegar við komum á staðinn þá erum við orðin veik núna.....sjæse hvað var mikið af fólki....þó áberandi lítið af innfæddum. Mér var farið að líða illa að vera ekki með slæðu á hausnum. Fengum villandi skilaboð við innskráningu og biðum of lengi til að fá svo að vita að við fengjum ekki aðstoð þennan daginn. Þá var klukkan að verða 2 að nóttu. Eiginmaðurinn tók nett flipp - alltaf gaman að því - þar sem hann sýnir þá hlið alltof sjaldan! Fórum á einkarekna læknavakt í gærkvöld þar sem móðirin svaf of lengi í gær og eyddi bara 1 1/2 tíma í að ná í heimilislækni um hádegisbilið - náði þó aldrei að tala við annan en símsvarann. Eftir að hafa setið innan um innfædda, bæði meðlimi og ekki meðlimi á þessari einkareknu læknavakt ákváðum við að líklega væri best að vera bara meðlimir þarna. Toppfólk að vinna þarna og súper góð þjónusta. Jú jú maður borgar víst fyrir það (erum ekki enn búin að fá reikninginn)....en ungi sænski læknirinn sem aðstoðaði okkur svo faglega og var svo flottur við ungann seldi okkur konseptið alla leið. Það mest spennandi við þessar heimsóknir var mannlífið. Svei mér þá ef ég væri ekki til í að vera mannfræðingur og stúdera svona hópa allan daginn...... Kannski er mér bara farið að leiðast einveran hahahhaha.
Unginn, sem er að verða táningur eftir nokkra mánuði, hannaði umslag í morgun utan um i-padinn. Mamman fékk að sauma það en hann valdi efnið úr hillunum í vinnuherberginu og hann straujaði og græjaði. Besta umslag sem hann hefur augum litið - það á enginn svona flott.
Eiginmaðurinn dvaldi á Íslandi milli jóla og nýárs. Þegar hann kom heim var hann með Hátíðarblöndu og Malt í ferðatöskunni. Allir hlökkuðu til að fá "alvöru" jólaöl á áramótunum. Á gamlárskvöld var boðið upp á Hátíðarblönduna og féll hún í góðan jarðveg. Þann 1. janúar var boðið upp á malt og appelsínbland. Sniðugt hvernig hægt er að komast að því hvort fólk er með óþol fyrir hinu og þessu. Svona leit drengurinn allavega út eftir maltdrykkjuna - sem var alls ekki í óhófi.
Er annars búin að baka fyrsta kökuskammtinn þetta árið. Bakaði súkkulaðibitakökur upp úr Disneybókinni. Þær féllu vel í kramið með mjólkurglasi og voru ekkert alltof lengi að klárast.
Smá veikindi í gangi á heimilinu, ekkert alvarlegt - enginn hiti, en þar sem unginn var búinn að vera með magakvalir í alltof langan tíma ákváðum við að heimsækja læknavaktina í miðborg Oslóar í fyrrakvöld. Það ætlum við ekki að gera aftur. Ef við vorum ekki veik þegar við komum á staðinn þá erum við orðin veik núna.....sjæse hvað var mikið af fólki....þó áberandi lítið af innfæddum. Mér var farið að líða illa að vera ekki með slæðu á hausnum. Fengum villandi skilaboð við innskráningu og biðum of lengi til að fá svo að vita að við fengjum ekki aðstoð þennan daginn. Þá var klukkan að verða 2 að nóttu. Eiginmaðurinn tók nett flipp - alltaf gaman að því - þar sem hann sýnir þá hlið alltof sjaldan! Fórum á einkarekna læknavakt í gærkvöld þar sem móðirin svaf of lengi í gær og eyddi bara 1 1/2 tíma í að ná í heimilislækni um hádegisbilið - náði þó aldrei að tala við annan en símsvarann. Eftir að hafa setið innan um innfædda, bæði meðlimi og ekki meðlimi á þessari einkareknu læknavakt ákváðum við að líklega væri best að vera bara meðlimir þarna. Toppfólk að vinna þarna og súper góð þjónusta. Jú jú maður borgar víst fyrir það (erum ekki enn búin að fá reikninginn)....en ungi sænski læknirinn sem aðstoðaði okkur svo faglega og var svo flottur við ungann seldi okkur konseptið alla leið. Það mest spennandi við þessar heimsóknir var mannlífið. Svei mér þá ef ég væri ekki til í að vera mannfræðingur og stúdera svona hópa allan daginn...... Kannski er mér bara farið að leiðast einveran hahahhaha.
Unginn, sem er að verða táningur eftir nokkra mánuði, hannaði umslag í morgun utan um i-padinn. Mamman fékk að sauma það en hann valdi efnið úr hillunum í vinnuherberginu og hann straujaði og græjaði. Besta umslag sem hann hefur augum litið - það á enginn svona flott.
Subscribe to:
Posts (Atom)