Ljósakanínan mín í eldhúsglugganum hefur eignast unga. Ég sé það bara á henni hvað hún er hamingjusöm með ungana sína, verst samt að þeir skipta litum ef það er kveikt á þeim. Líklega tengist það bara stærðinni á þeim - ætli það eigi eftir að eldast af þeim?
Tjéllingin er enn meðetta - jebb slær í gegn hvað eftir annað í árlegu blóðprufunum. Fékk símtal frá lækninum í dag þar sem ég var beðin um að bryðja járn út í eitt. Alvarlegur járn- og blóðskortur í gangi.....mér finnst þetta vera flassbakk.....ég er "alltaf" að lendíssu. Í gær gaf ég mér sem sagt blóðprufu í afmælisgjöf. Gaf mér líka hlaup og göngu á brettinu í BareTrening úti á horni (tók nú Dr. Voltarol með þar sem rófan er ekkert alveg að samþykkja brettið eða hreyfingu almennt ehemm). Fór í langa heita sturtu og lakkaði neglur - jebb best að taka þetta alla leið fyrst maður er að eldast svona á milli ára!
Svo bakaði ég GULA köku af því gular kökur eru GLAÐARI kökur en aðrar kökur. Þeim yngsta á heimilinu fannst að kakan ætti að vera röndótt og afmæliskonan valdi því svartan, gulan og bleikan lit. Notaði í fyrsta skipti sykurmassa og það gekk svona súper vel. En svona sykurmassi er alltof sætur, ef út í það er farið, reikna ekki með mikilli notkun - finnst þetta ekkert alltof gott....fjúff. Einnig var óskað eftir lakkrísbollakökum og því voru bakaðar nokkrar minicupcakes.
Sá yngsti kom svo færandi hendi heim úr skólanum en hann gaf mömmu sinni lakkrís sem er allra besta nammið í öllum heiminum - sama hvernig lakkrís það er. Áður hafði ég fengið flottustu tölvutösku í heimi sem hann saumaði sjálfur í skólanum.
Eiginmaðurinn kom svo færandi hendi með blóm handa frúnni þegar hann kom heim úr vinnunni. Aldrei of oft sem maður fær blóm. Þetta voru margrétarblóm - þið vitið þessi hvítu með gulu miðjunni.....elska þau.
Í vikunni kom svo washi límbandið sem ég pantaði á etsy um daginn. Hef ekki grænan grun hvað ég ætla að nota það í - en krúttlegt er þetta.
Pósturinn kom með tilkynningu um pakka í gær. Ég fór því spennt að ná í pakkann í dag og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum (eins og ég myndi einhverntíma verða það ef ég fengi pakka - uuuh neits). Í pakkanum frá bestu systur í Barcelona var sætasti te-apinn og falleg og litrík gúmmífiðrildi til að setja á glös.
Ég er að segja ykkur, te-ið bragðast MIKLU betur eftir að apinn mætti á svæðið.
2 comments:
Allar myndirnar svo flottar. En kanínurnar finnst mér alveg æðis. Keyptirðu þær úti? Já og apinn hann er sætur og sniðugur. Væri samt alveg til í að eiga þessi fiðrildi líka hahaha....pimpa svo sannarlega upp á glösin.
Það er nú meiri framtakssemin í þér og ég bara spyr: Hvernig verður þú þegar þú er orðin full af blóði og járni?
Post a Comment