Á meðan við vorum í Sjanghæ var frekar kalt og oft rigning. Ég hefði viljað hafa húfuna mína með og þakka fyrir að hafa tekið þykka trefilinn og vettlingana með. Á mánudeginum fórum við í Yu Garden til þess eins að drekka te. DM gaf okkur teketil og te sem við hlökkum til að prófa hérna heima. Ég keypti líka ponsu litla bolla til að drekka teið úr.
Eftir tedrykkjuna fórum við inn á minjasafn í Yu Garden. Bara miðarnir inn á staðinn eru gullslegnir með dreka framan á - enda ár drekans. Mér fannst "hellulögnin" þeirra langmerkilegust. Litlar flísar hamraðar niður í jarðveginn og búin til allskonar mynstur. Hefði gjarnan viljað vera þarna að vori til eða í byrjun sumars þegar bonsaítrén eru í blóma - kannski á ég það bara eftir.
framhald......
No comments:
Post a Comment