Ég óska mér að verða gömul. Jebb mig langar að verða gömul eins og amma mín og nafna. Þegar ég verð gömul ætla ég að verða nákvæmlega eins og hún. Ég ætla að vera lítil með hvítt hár, alltaf í góðu skapi þó ég muni ekki lengur allt og gleymi nánast öllu. Alltaf hlæjandi og flissandi og ég ætla að elska súkkulaði og sælgæti alveg eins og hún amma mín.
Í dag skrapp ég í göngutúr heiman frá mér yfir á Bogstadveien sem er flott verslunargata hérna í Osló. Ég bjó við þessa verslunargötu fyrstu 2 mánuðina mína hérna í borginni. Ég var svo heppin að fá mömmu og O og mágkonu hennar mömmu IL í heimsókn um miðjan mars og þegar við fórum í H&M fengum við 50nok gjafakort í hvert skipti sem við versluðum. Ég átti því 4 gjafakort í dag eða 200nok til að eyða í H&M. Ekki leiðinlegt það.
Þegar ég var á heimleið kom ég við í fallegustu skóbúðinni í bænum, Lille Vinkel Sko. Í þessari búð er hægt að finna skó frá Chie Mihara - sem ég elska. Á undan mér inn í búðina fór gömul hvíthærð kona með göngugrind. Ég hugsaði að þetta gæti verið ég þegar ég er orðin gömul. Ein af afgreiðslustúlkunum hélt dyrunum opnum fyrir gömlu konunni en gleymdi að segja henni að það væri eitt þrep niður.... Konan lenti kylliflöt á gólfinu með hnéð fyrst og svo hnakkann í gólfið. Blóð út um allt. Váh hvað það getur blætt mikið úr hnénu á svona gamalli konu. Hausinn slapp við gat en mikið ofsalega átti gamla konan bágt. Hún vissi ekkert hvar hún var og var greinilega vönkuð. Það liðu ekki 3 mínútur og þá var sjúkrabíllinn mættur á staðinn........ Eftir þetta fór ég að hugsa. Þegar ég hugsa um að verða gömul þá gleymi ég alltaf að hugsa að ég get verið ógurlegur hrakfallabálkur....jebb....ég hef í alvörunni legið kylliflöt oft og mörgum sinnum og þá yfirleitt vegna skófatnaðar......hmmmmm....ég ætla samt innilega að vona að ég komi ekki til með að detta svona í fallegri skóbúð hátt á níræðis aldri!
Skellti í nokkrar mini bollakökur þegar ég kom heim úr bæjarferðinni og bakaði bláberjakökur með bláberjakremi. Mmmmmm þessi samsetning er alveg að virka.
Við erum í teppagírnum þessa dagana. Keyptum teppi inn í stofu og það er 100% vistvænt sem mér finnst alls ekki svo galið (eins og þið kannski eruð búin að reikna út). Við gerum okkur grein fyrir því að það hefði verið miklu betra að hafa keypt það aðeins fyrr þegar mínusgráðurnar voru jafnmargar inni og úti í vetur ehemmm. En í staðinn verður bara enn hlýrra næsta vetur. Það er þó einn sem er mest ánægður með nýja teppið og átti erfitt með að bíða eftir að það var komið á réttan stað.
Enginn fótbolti í sjónvarpinu mínu í kvöld - er farin að glápa á sápurnar.
No comments:
Post a Comment