Einn daginn skruppum við í Blokhus og þar féll ég kylliflöt fyrir þessum skóm sem fóru að sjálfsögðu með mér heim enda á góðum afslætti - eitt par til og það í minni stærð júhú.
Við komum heim síðla kvölds á páskadag og að morgni annars dags páska skellti ég mér í flugvél með frumburðinum til Íslands. Viðburður vikunnar var að mála og koma honum inn í litla íbúð sem við keyptum í fyrra. Jebb. Í stuttu máli má segja að sjaldan eða aldrei hef ég séð svo mikinn skít og viðbjóð saman kominn á einn stað en í þessari íbúð. En með MIKILLI vinnu á stuttum tíma tókst mér áætlunarverkið. Kom heim í fyrrakvöld dauðþreytt og yfirkeyrð og það er jafnvel understatement!
Fyrsta kvöldið var ég búin að bjóða mér í grillmat og köku hjá L vinkonu minni. Hún klikkaði ekki á fínheitunum frekar en venjulega. Elska að koma til hennar í sætu íbúðina sem er einmitt á næsta horni við mína.
Annars lítur ungmennaíbúðin nokkurnveginn svona út - nýmáluð og hugguleg.
Stofuglugginn: Það á eftir að mála hann þar sem við erum að
láta skipta um glugga í íbúðinni á næstu 3 vikum.
Lazyboy keyptur á Bland.is - fyrsta húsgagnið inn í íbúðina.
Verkfærin sem ég fékk lánuð hjá sjálfstæðu konunni í fínu
íbúðinni á næsta horni.
Eldhúsið
Baðherbergishurðin
Gangurinn
Herbergið
Helmingur af stofu. Hinn helmingur hefur að geyma
stóran rauðan sófa og Lazyboystól.
Horft úr eldhúsinu fram á gang og á hurðina
inn í þvottahús (sem ég málaði með svartri krítarmálningu).
Eldhúsið
Neyðin kennir naktri...... Rússneska peran í stofunni
fékk perluvafning.
Æi er þetta ekki bara huggulegt?
No comments:
Post a Comment