Þann 3. nóvember sendi ég inn formlega kæru vegna 19 klukkustunda seinkunar á flugi frá Osló til Íslands með Iceland Express. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk bréf frá lögfræðingi IE í fyrradag þar sem ég var beðin um að upplýsa um upphæðina sem ég greiddi fyrir að breyta miðanum mínum í umræddri ferð. Málið er að ég breytti ekki miðanum því það kostaði allt of mikinn pening - en ég vildi að þeir borguðu það á sínum tíma sem þeir neituðu. Núna fer ég fram á skaðabætur vegna þessa og eru það 400 evrur á mann samkvæmt gildandi reglugerð um svona tafir. Auðvitað geri ég ráð fyrir að fá þennan pening - ég á rétt á honum. EN aðal atriðið finnst mér samt vera að ég stóð upp fyrir sjálfa mig, lét ekki nægja að tuða og röfla, gerði eitthvað í málunum og AÐ SJÁLFSÖGÐU hafði ég rétt fyrir mér. Það var ekkert að veðrinu í Osló 1. október - það var eitthvað AÐ flugvél þessa fyrirtækis - újeah....góð tilfinning.
Margir eru að skrifa um árið sem leið og rifja upp hvað gekk á yfir árið. Ég ætla að nota þessi tímamót og skrifa hvernig fyrsta hálfa árið mitt verður.
JANÚAR 2012:
Kaupi kort í líkamsrækt.
Bókin fer í prentun.
Millymollymandy gefur bókina út.
Ég á afmæli.
Ég baka og elda.
FEBRÚAR 2012:
Ég hugsa um að fara að drífa mig í ræktina.
Íslandsferð vegna útgáfu bókar!
10 daga ferð til Sjanghæ að heimsækja Dóru Maríu vinkonu.
Ég baka og elda.
MARS 2012:
Hvaða rækt?
Finna útgefendur fyrir bókina í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Ég baka og elda.
APRÍL 2012:
Jiiih hvað allir eru sniðugir sem fara út að hlaupa....haaaa!
Íslandsferð um páskana - hver er spenntur að passa gleraugnaætuna - ha - anyone....anyone.....
Jafna sig eftir Íslandsferðina.
Ég baka og elda.
MAÍ 2012:
Kannski ætti ég að fara út að hlaupa....hmmmm!
Yngsti sonurinn verður táningur.
Ég baka og elda.
JÚNÍ 2012:
Göngu-jurtatíning-matargerðarferð með FrúGalin til Toscana á Ítalíu.
Ó meeeehhn ég hefði kannski átt að fara aðeins í ræktina.....
Og í gær lét ég loks verða að því að búa til cakepops. Auðvelt og sniðugt - er alveg að fíla þetta. Væri samt til í litað súkkulaði...gekk ekki alveg nógu vel að lita þetta hvíta sem ég var með....
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir lesturinn á árinu.