Jólin í ár eru góð fyrir margra hluta sakir og þá helst fyrir þær sakir að þrjú jól frá árinu 2007 höfum við fjölskyldan þurft að glíma við krabbamein - svo nálægt okkur að það vekur upp sárar minningar og tár þegar þetta er skrifað. Jólin eru krabbalaus hjá okkur í ár, þó við vitum af góðu fólki sem glímir við þennan fjanda - við hugsum til þeirra með hlýhug og von um góðan bata.
Jólatréð í fyrra (sem er það sama og í ár) en okkur finnst hafa minnkað mikið....
líklega hafa allir yngriliðsmennirnir á heimilinu bara stækkað svona mikið....
Undanfarin ár hefur lítil systir verið efst á óskalistanum hjá sonum mínum. Þeir hafa hingað til ekki fengið um það að ráða - enda ekki á dagskrá hjá fjölskyldunni að fjölga sér meir. Í dag varð breyting þar á. Synir mínir hafa fengið litla systur úti í heimi í gegnum SOSbarnaþorp :D.
--------------------------------------------------------------------------
Við vonum að hátíð ljóss og friðar færi ykkur hamingju og frið.
Við vonum einnig að komandi ár verði ykkur farsælt
og allar ykkar óskir verði uppfylltar.
Þökkum fyrir allt það góða á árinu sem er að líða.
Hafið þakkir fyrir góða samfylgd á árinu.
Við erum heppin að eiga svona mikið af góðu fólki í kringum okkur.
Jólakveðjur,
Elín, Einar, Hafþór, Gunnar, Tómas og Gleraugnaætan
--------------------------------------------------------------------------
No comments:
Post a Comment