Í morgun var ég hinsvegar að reyna að koma þessum unglingum fram úr rúminu. Það er ekki eins og ég hafi byrjað kl. 9. Við erum að tala um rétt fyrir klukkan 13. Þegar ég sá fram á það að verða hás og enn meira pirruð ákvað ég að taka málin í eigin hendur og skellti mér niður á Grünerløkka og fékk mér góðan kaffibolla á meðan ég skoðaði blöðin og mannlífið. Gekk svo þaðan niður í bæ og rakst á margt skemmtilegt. Skellti mér í Tiger og keypti smá dót til að skreyta fyrir áramótin. Rakst á dýrindis pils sem ég ætla að breyta í kjól....bara á morgun......og keypti flotta trékertastjaka á 5 krónur stykkið á skransölu. Elska þetta hverfi sem ég bý í - svoooo skemmtilegt að skoða og alltaf hægt að finna eitthvað fyrir nánast ekkert.
Keypti svartar jólakúlur og skrifaði 2011 og 2012
með hvítum tússi. Skreyting yfir borðinu um áramótin.
Bjó til þessi kort í morgun. Önnur hliðin með kveðju og hin
hliðin með ártölunum. Ætla að hengja þetta á glösin okkar.
Búin að vera lengi á leiðinni að gera svona "bordskåner"
eða hitaplatta í eldhúsið. Keypti þæfðu kúlurnar í Søstrene Grene
fyrir nokkru og afrekaði loksins í dag að koma þessu saman.
Hvernig er hægt annað en að elska eitthvað sem kemur
í svona flottum poka.....
Þetta síííða pils kom upp úr pokanum.
Á morgun verður þetta pils orðið að kjól :D
Þessir trékertastjakar á 5 kr. stykkið - ég er að rifna úr monti.
Kannski enda ég að mála þá einhverntíma - en til að byrja með
fá þeir að vera RAUÐIR.
Ég afrekaði líka að prjóna mér vettlinga - fyrir mig - engan annan.
Þessir eru mjög háir upp sem er alger snilld þegar ég er svo
oft í slánni minni sem er ekki með ermum :D.
1 comment:
Gott að heyra að tengdapabbi þinn er að braggast. Það er "mission impossible" að reyna að koma unglingum á fætur og því hárrétt ákvörðun að nota daginn fyrir þig. Tölum saman fljótlega út af sottlu ...
Post a Comment