Thursday, December 15, 2011

bókin og keramik

Íslandsferðin heppnaðist eins og við var að búast - mjög vel. Hitti helling af fólki og var m.a. boðið í kaffi og kökur í húsið mitt. Heimasætan E sá um að baka þessar líka ljúffengu bollakökur sem voru himneskar á bragðið. Takk enn og aftur fyrir mig.

Ég henti í eina bók sem hefur blundað í mér í eitt og hálft ár. Fékk 20 mínútna teiknikennslu rétt fyrir brottför frá Barcelona í Nóvember og er búin að sitja og teikna síðan. Fékk tilboð um útgáfu sem ég hafnaði þar sem útgáfan var í boði eftir 3 ár og samningurinn ekki þess virði að hanga og bíða eftir. Þannig að núna lítur út fyrir að ég gefi bókina út sjálf - ég er alls ekkert ósátt við það. Hérna er smá sýnishorn af því sem er í bókinni en ég lét prenta eitt vinnueintak fyrir mig á meðan ég var á Íslandi. Það auðveldar mér að fara yfir og leiðrétta.



Fór í síðasta keramiktímann í dag. Lauk við að glerja nokkur lítil jólatré og tvær stórar skálar - má ná í þetta dót í næstu viku. Kom svo heim með allar hinar skálarnar og er bara þokkalega sátt við útkomuna. Núna á ég desertskálar fyrir jólin - jibbýjeij.




Seldi fyrsta hlutinn minn á Etsy í gær. Júhú. Lítið grátt Monsterbean hefur eignast nýtt heimili í Ammríkkunni.

Það sem gerir mig mest hamingjusama þessa dagana er að við erum ÖLL saman hérna heima núna. Kippti frumburðinum með mér þegar ég fór heim frá Íslandi. Hann ætlar að vera hjá okkur fram yfir áramót - þvílík gleði og hamingja.

No comments: