Eiginmaðurinn dvaldi á Íslandi milli jóla og nýárs. Þegar hann kom heim var hann með Hátíðarblöndu og Malt í ferðatöskunni. Allir hlökkuðu til að fá "alvöru" jólaöl á áramótunum. Á gamlárskvöld var boðið upp á Hátíðarblönduna og féll hún í góðan jarðveg. Þann 1. janúar var boðið upp á malt og appelsínbland. Sniðugt hvernig hægt er að komast að því hvort fólk er með óþol fyrir hinu og þessu. Svona leit drengurinn allavega út eftir maltdrykkjuna - sem var alls ekki í óhófi.
Er annars búin að baka fyrsta kökuskammtinn þetta árið. Bakaði súkkulaðibitakökur upp úr Disneybókinni. Þær féllu vel í kramið með mjólkurglasi og voru ekkert alltof lengi að klárast.
Smá veikindi í gangi á heimilinu, ekkert alvarlegt - enginn hiti, en þar sem unginn var búinn að vera með magakvalir í alltof langan tíma ákváðum við að heimsækja læknavaktina í miðborg Oslóar í fyrrakvöld. Það ætlum við ekki að gera aftur. Ef við vorum ekki veik þegar við komum á staðinn þá erum við orðin veik núna.....sjæse hvað var mikið af fólki....þó áberandi lítið af innfæddum. Mér var farið að líða illa að vera ekki með slæðu á hausnum. Fengum villandi skilaboð við innskráningu og biðum of lengi til að fá svo að vita að við fengjum ekki aðstoð þennan daginn. Þá var klukkan að verða 2 að nóttu. Eiginmaðurinn tók nett flipp - alltaf gaman að því - þar sem hann sýnir þá hlið alltof sjaldan! Fórum á einkarekna læknavakt í gærkvöld þar sem móðirin svaf of lengi í gær og eyddi bara 1 1/2 tíma í að ná í heimilislækni um hádegisbilið - náði þó aldrei að tala við annan en símsvarann. Eftir að hafa setið innan um innfædda, bæði meðlimi og ekki meðlimi á þessari einkareknu læknavakt ákváðum við að líklega væri best að vera bara meðlimir þarna. Toppfólk að vinna þarna og súper góð þjónusta. Jú jú maður borgar víst fyrir það (erum ekki enn búin að fá reikninginn)....en ungi sænski læknirinn sem aðstoðaði okkur svo faglega og var svo flottur við ungann seldi okkur konseptið alla leið. Það mest spennandi við þessar heimsóknir var mannlífið. Svei mér þá ef ég væri ekki til í að vera mannfræðingur og stúdera svona hópa allan daginn...... Kannski er mér bara farið að leiðast einveran hahahhaha.
Unginn, sem er að verða táningur eftir nokkra mánuði, hannaði umslag í morgun utan um i-padinn. Mamman fékk að sauma það en hann valdi efnið úr hillunum í vinnuherberginu og hann straujaði og græjaði. Besta umslag sem hann hefur augum litið - það á enginn svona flott.
1 comment:
mmm girnilegar kökur og gg flott iPadveski.
Ég er að vinna í þessu máli okkar, smá óvænt tvist sem leysist örugglega á morgun.
J
Post a Comment