Flugum í fyrsta skipti með Finnair og fannst geggjað hvað það var mikið pláss fyrir fæturna í flugvélinni, þó það væri seinkun og við látin bíða úti í flugvél ásamt Japönunum, Kínverjunum og samlokuétandi Norðmönnunum með skíðahúfurnar og bakpokana. Flugið til Helsinki tók tæpan einn og hálfan tíma.
Við tók tveggja tíma bið og þá var það næsta vél öllu stærri en sú fyrri. Í Finnlandi var mikill snjór og ís og frú flughræddri var nú ekkert alveg sama um þessa ísingu á vélinni og afísingu og allt það.
Hrikalega fyndið fannst okkur þó (og ögn pirrandi) að fyrir 9,5 tíma flug skyldi ekki vera meira pláss fyrir fæturna en þetta.
Flugið gekk stóráfallalaust fyrir sig. Reyndar sat kínversk beygla fyrir aftan mig (nei þetta er ekki kynþáttafordómar því hún var algjör beygla og skiptir engu máli hvaðan hún kemur - nema í þessu tilviki kom hún frá Kína). Hún hristi sætið mitt alla leiðina. Braut HÁTT saman RISA morgunblað þegar búið var að slökkva og allir reyndu að hvíla sig. Hristi aðeins meira og þegar hún loks sofnaði með hnén í bakinu á mér hraut hún hærra en andskotinn.....öööh já það vottaði fyrir pirringi.
Á flugvellinum tók DM á móti okkur, það var kominn laugardagsmorgunn. Mikið ROSALEGA var það frábært að sjá hana og knúsa í landinu hennar. Mér finnst enn ótrúlegt að við höfum látið verða af því að fara í heimsókn alla leið til KÍNA.... Við tók sannkölluð ævintýraferð fyrir okkur hjónin. Við skelltum okkur strax í skoðunarferð, hádegismat og enduðum í höfuð/herða og fótanuddi í klukkutíma.....YNDISLEGT.
Á sunnudeginum fórum við í brunch í skemmtilegum bæjarhluta í Sjanghæ.
T og M Chan - duglegir að borða :)
framhald.....
1 comment:
Hlakka til að heyra meira frá Kínaferðinni, smá öfund í gangi hérna.
Post a Comment