Wednesday, November 2, 2011

föndur

Þegar myrkur var skollið á í gær skrapp ég aðeins í bæinn að hitta eina Stavangerpæju. Við fórum og fengum okkur sushi á flottum (og dýrum) veitingastað. Þegar ég kom heim beið mín þessi pakki en ég hafði nefnt það við nágrannann minn að ég hlakkaði til að borða lakkrísinn sem hann kæmi með til baka frá Íslandi ;). Það voru alveg nokkrir molar eftir sko og þeir voru góðir á bragðið.

Annars hef ég verið að dúlla mér við að hekla bollakökur - maður verður háður þessu hekli.... Hingað til hef ég alltaf prjónað möffinsin en mér finnst þessi miklu fallegri og skemmtilegri að búa til.

Í morgun bjó ég svo til jólakertið okkar. Prentaði út mynd frá því á síðustu jólum og bræddi á kerti, með þar til gerðum verkfærum (sorrí mamma en verkfærin komu með hingað til Osló....skal koma með þau næst þegar ég kem til Íslands). Bjó reyndar fyrst til lítið japanskt kerti úr umbúðapappír - svona til að athuga hvort ég hefði nokkuð gleymt hvernig ætti að gera þetta.





Fram að jólum ætla ég svo að dunda mér við að sauma þennan hér.

Straujaði líka nokkrar töskur í dag og tók myndir fyrir ETSY. Nú þarf bara að henda þeim þar inn og sjóða saman skýringu á ensku!

No comments: