Friday, November 18, 2011

Þú ert frábær!

Þessi dagur er helgaður mér sjálfri, Sigríði Klingenberg, Secret og Louise L. Hay. Ég sit og hlusta á "Þú ert frábær" með Siggu Kling. Ég ætla að fletta upp nokkrum góðum ráðum úr bókinni "I CAN DO IT" eftir Louise L. Hay. Á pottþétt eftir að lesa valda kafla í "Secret" bókinni. Í dag er ég að vinna að verkefni sem ég ætla mér alla leið með.


Í gær komu hingað 5 flottar skvísur og ég sýndi þeim hvernig ég festi myndirnar á kerti. Ég bakaði líka í tilefni dagsins enda var þetta hinn skemmtilegasti saumaklúbbur :D. Ég er algjörlega dottin í að gera minicupcakes þegar ég baka bollakökurnar. Það er í raun það eina sem maður þarf - lítil kaka með kaffinu. Mér reiknast til að í einni slíkri eru 135 hitaeiningar. Hvað ætli séu þá margar hitaeiningar í venjulegri cupcake ehemmm ;). Í þetta skiptið bakaði ég vanillubollaköku með vanillukremi og cappuchinoköku með cappuchinokremi.



Brauðvélin (jólagjöfin frá mömmu) er að slá í gegn. Í fyrrakvöld var hún vígð og fékk að hnoða og hefa deigið í pítubrauðin. Í gær bakaði hún danskt rúgbrauð fyrir okkur. Ég ELSKA þessa vél :D.

 Pítubrauð úr bókinni "Af bestu lyst"


7dl hveiti
1dl heilhveiti
1dl sesamfræ
1 tsk salt
1 tsk sykur
2 1/2tsk þurrger
3dl volgt vatn




Og heimatilbúna pítusósan sló í gegn.

Heimatilbúin pítusósa


150g sýrður rjómi eða hrein jógúrt
1 tsk hlynsíróp
1 msk oreganó
1 stk hvítlauksrif
graslaukur, klipptur
hnífsoddur af chilipipar
nokkur saltkorn



1 comment:

Anonymous said...

Auðvitað ertu frábær!
Knús
J