Saturday, August 13, 2011

Gustav Vigelands Sinnataggen

Sólin skein á okkur í dag (föstudag) og því skelltum við okkur í göngutúr niður í miðbæ með viðkomu í nokkrum verslunum - hei við erum í sumarfríi sko ;). Fékk mér kaffi á uppáhaldskaffikeðjunni minni

Kíktum fyrir utan Dómkirkjuna en þar er þvílíkt blómahaf vegna atburðanna sem áttu sér stað í síðasta mánuði.

Seinnipartinn skelltum við okkur í Vigelandsparken (Frognerparken) með öllara, teppi og bolta. Fallegur risagarður og tilvalið að liggja þar á teppi og láta sólina verma kroppinn.

Og að sjálfsögðu er enginn föstudagur án ZUMBA. En frúin keypti sér Zumbaleik í Wii og var heldur betur tekið á því fyrir framan skjáinn ;). T keypti sér líka tónlistarleik í Wii og síðan hefur tónlistin ekki stoppað hér í íbúðinni. Hann spilar og spilar á fiðlu og trommur og básúnur og gítara og býr til endalaust af tónlist. Fyndið samt hvað hann sækir miklu meira í klassísku tónlistina en hina og vill helst hafa hljómsveit þegar hann er að spila og velur þá oftast Hörpuna til að spila í ;)


1 comment:

Anonymous said...

Elsku Elín!
Verð að segja að ég dáist að ævintýraupplifunninni hjá þér og strákunum þínum!
Þú ert skemmtilegur bloggari og yndislegt að fá að fylgjast með ykkur!
Gangi þér og þínum alveg obbo obbofslega vel.
Kær kveðja, Eydís. (þessi úr Eyjum ;o))