Við ákváðum að baka fljóta súkkulaðiköku í bolla og nota til þess örbylgjuofninn. Ég skipti uppskriftinni að einni köku í tvo bolla (af því þetta voru ekki stórir bollar) setti bollann í örbylgjuofninn og stillti á 3mín eins og getið var í uppskriftinni. Við megum þakka fyrir að slökkvilið Oslóborgar hafi ekki mætt á svæðið með reykkafara og læti.......kakan brann og brunalyktin var í íbúðinni í maaaarga klukkutíma ehemmm. En næstu þrjár kökur tókust þó vel enda bara settar í ofninn í tæpar tvær mínútur, tvær uppskriftir = 4 kökur :)
Deigið komið í bollann
Komin úr örbylgjuofninum
Flottar bollakökur
Þessi ungi herra var svo ekki óánægður þegar pakkinn kom frá Íslandi sem hann hafði pantað. Svo nú er það bara kósýgallinn öll kvöld.
Þar sem allar uppskriftabækur og blöð eru föst í gámi heima á Íslandi hefur það verið skemmtileg nýbreytni að elda hérna í höfuðstöðvunum. Í gær gúgglaði ég kjúklingur og spínat og fékk þennan líka gómsæta rétt upp á skjáinn sem ég hef aldrei prófað áður. Þessi verður ábyggilega á disknum mínum aftur á næstu vikum :)
Ok búið að borða smá af réttinum enda var hann rosalega góður
Óh svo rataði þessi litli snáði í poka hjá mér í Kremmerhuset
og í þeirri verslun var einmitt að finna þessi fínu orð
2 comments:
Ohhh, ég eldaði þennan um daginn og tímdi varla að gefa hinum af honum! :o)
Ég get svo skutlast yfir ef þið þurfið að losna við einhver heimilistæki í hvelli!
Heyrðu já Sissa þegar við verðum komin í okkar eigins þá bara skreppuru yfir - ég er viss um að það sé kominn tími á eitthvað af þessu drasli sem er í gámnum heima ;). Í þessari íbúð er næstum ekkert til að rústa hihi.
Knsúar á þig og þína.
Post a Comment