Friday, August 26, 2011

Læknir og skólaskip

Jebbs í þessari viku heimsóttum við lækni á Aker sykehus. Fyrir fram ákveðin skoðun á eiginmanni. Tveir strætóar og við vorum á góðum tíma. Ungur flottur læknir sem tók á móti okkur, overlege og allt ;). Spurði fyrst hvort við ættum að tala ensku en eiginmaðurinn og ég héldum nú að við gætum talað norsku og sögðum honum að við hefðum nú búið í DK í 10 ár. Þvílík heppni - er ekki bara læknir eiginmannsins DANI og við gátum talað DÖNSKU allan læknatímann - slegið á létta strengi og alles...........þvílík heimþrá sem ég fékk - sko heim til Danmerkur ehe! Besta þjónustan sem eiginmaðurinn hefur fengið í eftirfylgni á krabbameininu og er skápurinn nú yfirfullur af nýjum lyfjum og sterkari en þau sem hann hefur verið að taka - því sá skammtur er bara alls ekki að virka.

Skellti mér í dag og keypti eitt stykki saumavél. Jább - ég get bara ekki verið án saumavélar í 5 vikur í viðbót, þannig er það bara. Svo núna á ég eina sæta AEG saumavél sem ég ætla að nota til að sauma eitthvað lítið og sætt - jeij ;)

T ætlar svo að skella sér í skólaferðalag/skólabúðir/leierskole með bekknum sínum í tæpa viku. Þau leggja af stað frá aðalbrautarstöðinni kl. 23 á sunnudagskvöld og fara með næturlest til Bergen. Þaðan fara þau um morguninn með rútu inn í Harðangursfjörðinn þar sem bíður þeirra skólaskipið Mathilde. Þar ætla þau að búa og vinna og veiða og elda og synda og leika og sigla á milli hafna í firðinum fram á föstudagsmorgun þegar þau fara aftur með lestinni til Osló. Nemendurnir eiga að sofa í hengirúmum og það finnst syninum ekki leiðinleg tilhugsun ;). T er svo hugrakkur að hann sér bara möguleika í þessari ferð og hlakkar mikið til. Hér er búið að fjárfesta í alvöru sjóararegnfötum, stígvélum, ullarundirfötum og svefnpoka því allt okkar dót er fast í gámi á hafnarbakkanum í Reykjavík enn sem komið er......ehemmm.

Þetta er skólaskipið Mathilde

Hvernig mömmunni á eftir að vegna á meðan drengurinn er í ferðalaginu skal ósagt látið að svo stöddu!

Hér er svo tilbúin myndin sem ég keypti til að sauma áður en ég fór að heiman í byrjun ágúst. Tók nokkra klukkutíma og þá var þessi tilbúin :)


1 comment:

Penny said...

Viltu selja nýru þína? eða Ert þú að leita að tækifæri til að selja nýru fyrir peninga vegna fjárhagsbrests og þú veist ekki hvað þú átt að gera, hafðu þá samband við okkur í dag og við munum bjóða þér góða upphæð fyrir nýru þína. Ég heiti (læknir Elvis Whyte) er með fræðingafræðingur á sjúkrahúsinu okkar og ég sérhæfði mig í nýrnastarfsemi og við glímum líka við að kaupa og ígræðslu nýrna með framfærslu samsvarandi gjafa. Hafðu samband við tölvupóst: doctorelviswhyte@gmail.com eða whatsapp okkur +2347083629144 fyrir frekari upplýsingar