Skólinn er byrjaður. Jebbs, það er sá tími ársins og báðir drengir fóru í skólann í dag hér í Norge. Frumburðurinn átti líka að fara í skólann á Íslandi en hann er enn ekki búinn að ná sér eftir aðgerðina fyrir 2 vikum og var því heima. Vonandi kemst hann eitthvað í skólann í þessari viku. Miðjan og sá yngsti stóðu sig með þvílíkri prýði í dag - töff og erfitt - en þeir lifðu daginn af og það kemur nýr dagur á morgun. Þetta er ekki auðvelt - langt frá því - en þeir eru harðir og langflottastir og eiga eftir að standa sig með sóma þessar elskur :)
Annars hafa síðustu dagar verið eitthvað í þessa veru:
G smíðar kojurnar
Skrapp á hundasýningu í Bjerke og hitti þar góða vinkonu með Díönu prinsessu meistaraefni og hálfsystur gleraugnaætunnar
mmmm góður ís í hitanum í miðbænum
Frúin hannaði og saumaði þetta alveg sjálf :)
Kaldhefaðar morgunbollur namminamm
Rigning og þá var regnhlífin og "ilse" viðraðar
Fórum með langferðabifreið að heimsækja góða vini í útjaðri borgarinnar
1 comment:
Góðir og duglegir strákar sem þú átt Elín mín. Gott að þið hafið það huggulegt þarna í Norge í rigningunni. Alexandra var einmitt að byrja í dag í unglingadeildinni, tíminn flýgur...
Knús til ykkar:)
Sigrún
Post a Comment