Seinnipartinn skelltum við okkur í stutta ferð með trikkinum (nenntum ekki að rölta og svo finnst T að við eigum að nota mánaðarkortin fyrst við eigum þau hehe)
Til að hitta þennan eftir vinnu en við tókum röltið á Akersbrygge og fengum okkur svo að borða. Kjerlingin fékk loks norskt símanr eins og hún vildi.....nauðsynlegt að það byrji á 9 :).
Annars byrjaði ég á nýju verkefni í gær - svona rétt fyrir skólabyrjun. Er að sauma út ponsu mynd sem verður nú líklega lokið um helgina. Er allavega komin miklu lengra en myndin sýnir (eða sko búin með stafina og trjágreinarnar).
Hérna er svo mynd sem ég tók í biðskýlinu á Akersbrygge í kvöld - en ég merkti inn á myndina það helsta sem tengist okkur í augnablikinu. T er þó ekki búinn að fá inni í skóla ennþá en hann tilheyrir þessum skóla núna og því er eðlilegast að þeir taki við honum....punktur! Svo er stríðið um móttökubekk og það allt saman eftir. Búin að sækja um þennan skóla á netinu og nú er bara að bíða fram á mánudag og athuga hvort þeir hafi ekki samband. Svo sjáum við til þegar við fáum íbúðina hvort hann taki strætó á hverjum morgni eða skipti um skóla......
Frumburðurinn kominn heim af sjúkrahúsinu með sýklalyf í töfluformi og rúmliggjandi í heila viku. Óska tengdaforeldrunum alls hins besta í hjúkrunarstörfunum næstu viku!
No comments:
Post a Comment