Fór í hina mætu verslun Stoff og stil og verslaði í svona eins og einn góðan haldapoka. Var inni í versluninni í tæpa tvo tíma....bara að skoða og þukla og endaði á að versla eitthvað af efni, tvinna, títuprjóna, garn, rennislása og sníðapappír. Nú á að vinda sér í saumaskapinn.
Hér er skálin sem ég keypti um daginn á flóamarkaðinum. Ætla pottþétt að fara þangað aftur einhvern laugardaginn. Gerði heiðarlega tilraun síðasta laugardag en það rigndi svo mikið að ég varð að fara heim hundblaut. Var í stígvélum en gleymdi regnhlífinni ehemmm.....
Annars erum við bara tvö heima, ég og G. Eiginmaðurinn er á fundi fjarri borginni næstu daga og T er jú í skemmtilegu skólaferðalagi með bekknum sínum. Kvöldmaturinn var því kebab fyrir einn og sushi fyrir einn :)
1 comment:
óóóhó, ertu ekki að grínast með þessi efni....maður fær bara vatn í munninn! :)
Post a Comment