Skelltum okkur með T-bananum upp á Frognerseteret og fengum okkur hressingu á meðan við skoðuðum útsýnið. Þegar við komum að veitingastaðnum/útsýnisstaðnum bar þar að nýgift hjón á sama tíma..........lovely. Frognerseteret er í 435m hæð yfir sjávarmáli og fallegt að horfa niður á borgina og út Oslófjörðinn.
Bláberjavanillucupcake
T-baninn til baka og nú niður á Grönland en sonurinn vildi láta klippa sig og við vorum búin að sjá þennan gaur nokkrum sinnum á hlaupum í gegnum Grönland þegar við vorum á leið á Skatt-Öst að reyna að skrá okkur inn í landið. Klippingin á indverjanum var þó ekki það sem fékk okkur til að velja staðinn - heldur sú staðreynd að það var engin röð! T ætlar allavega aftur til þessa gaurs því hann setti svo vel-lyktandi gel í hárið á honum ;).
Lentum óvart á flóamarkaði á Grönland - og þeir sem þekkja frúna vita að það fannst henni EKKI leiðinlegt. Kom heim með fallega skál - en ekki hvað :). Eiginmaðurinn og T voru þó vissir um að ég yrði barin þarna fyrir að taka myndir.....váh....rólegir!
Þá var það hverfið sem við ætlum að búa í. Fundum auðveldlega húsið og sáum okkur til mikillar gremju að það er nákvæmlega ekkert fararsnið á íbúunum. Okkur var lofað 15.ágúst - það er ekki að fara að gerast. Okkur var lofað 1.september - það er ekki að fara að gerast. Í síðasta lagi 1.október er okkur lofað.......eitt er víst að ef íbúðin losnar ekki þá, þá leigjum við í hverfinu sem við búum í núna tímabundið og hana nú.
Eldhúsglugginn okkar og veröndin sem enginn notar nema þessi íbúð - ekki leiðinlegt það.
Stoppuðum við Lilleborgbanen og þar fóru eiginmaðurinn og T í 18 holu minigolf. Þetta er sniðugur garður þar sem eru 4 strandblakvellir (2 stórir og 2 litlir), tvær körfuboltakörfur, tvö fótboltamörk, líkamsræktartæki (svona útidót), þrjú borðtennisborð, minigolf og 27m langur veggur til að spreyja á. Þarna voru margir ungir menn að spreyja listaverk á meðan við vorum þarna. Við eigum pottþétt eftir að nota þennan "leikvöll" oft.
Sæti gaurinn nýklipptur
1 comment:
Det er lækkert ud. Tak for din deltagelse i min giveaway :-) kh Tina
Post a Comment