Á morgun kemur G til landsins. Hann flýgur með Icelandair í fyrramálið og kemur sér svo sjálfur af flugvellinum með fluglestinni og svo með T-bananum hingað á Majorstuen. Hann getur þetta alveg - enda búinn að gera þetta áður. Af hverju er ég þá með fiðrildi í maganum? Ég ætlaði að taka á móti honum á lestarstöðinni en fyrsti skóladagurinn minn er í fyrramálið, upplýsingafundir og hópefli.......á norsku........EINMITT! Kannski er það þess vegna sem ég er með fiðrildi í maganum. En á meðan ég er ekki að spá í skólann þá er ég að skoða blöð og blogg og rétt við það að ljúka við krosssauminn - ekki leiðinlegt það ;).
T lauk við að mála stafina sína í gær en hann ætlar að hafa þá uppi á vegg í nýja herberginu sínu.
Annars þarf ég að skila inn sakarvottorði í skólann fyrir 1.september. Þegar ég hringdi heim fyrir helgi, til að fá það sent hingað, var mér tjáð að það væri ekki hægt. Ó nei ég þarf að mæta í eigin persónu með skilríki til að fá þetta plagg afhent. Stúlkan sem svaraði í símann hjá sýslumanni sagði þó að ég gæti "reynt" að senda umboð til Íslands (ekki nóg að senda tölvupóst) og fá einhvern annan til að mæta með skilríkin sín og ná í sakarvottorðið. Ég held svei mér þá að skrifræðið heima sé ekkert minna en hér!
Litli ferfætlingurinn gerist svo Dani þann 2.september en þá ætlar yndislegi dýralæknaneminn að taka hann að sér fram í október þegar hann loksins má koma til okkar. Við söknum litlu hnetunnar svooooo mikið!
4 comments:
Flott myndin þín!
Þú átt eftir að rúlla upp þessum skóla mín kæra. Hef enga trú á öðru:)
Knús
Sigrún
Mikið er ég glöð hvað þú ert dugleg að blogga og leyfa manni að fylgjast með þessu ævintýri. Það verður spennandi að fylgjast með skólagöngunni líka. Kveðja úr sveitinni, knús
Þú ert svo mikill snillingur. Já þessi hópefli ... hver fann annars upp á þessu?? Ekki alveg það sem ég hef mest gaman af - en gefðu skólanum smá tíma áður en þú tekur nokkrar ákvarðanir.
Knús til Norge.
Já sko sem sagt þetta efra er frá mér ... Júlíönu ;)
Post a Comment