Jæja þá er komið að því. Sumarbústaðafílingurinn er á undanhaldi og alvaran að taka við.
Í gær kom jeppabifreiðin til Osló. Hún var keyrð á kerru hingað frá langbortistan þar sem restin af dótinu bíður í gámi eftir að komast til okkar. Hamingjusöm og sátt keyrðum við jeppabifreiðina frá staðnum þar sem við búum núna þangað sem við ætlum að flytja, lögðum bifreiðinni og tókum strætó heim. Jebbs. Ekki séns í helvíti að ég ætli að borga 30 norskar krónur á klukkutímann allan sólarhringinn fyrir að leggja bifreiðinni hér fyrir utan. Neibb. Hér verður áfram tekinn strætó, T-bani og trikkur innanbæjar enda ekkert vit í öðru. Það sem jeppabifreiðin gefur okkur er þó frelsið til að fara út fyrir bæinn.....úúúh hvað það hljómar spennandi. Á langtímadagskránni er að heimsækja ættingja upp og til hliðar á kortinu, heimsækja ættingja og vini til hliðar á kortinu, heimsækja vini niður og yfir vatnið og til hliðar á kortinu og svo aðsjálfsögðu heimsækja ættingja og vini í kóngsins köben. Fyrir utan þá sem við ætlum að bögga með heimsóknum í stuttum fjarlægðum frá borginni!
En í gær gaf jeppabifreiðin okkur meira en komandi frelsi. Í jeppabifreiðinni var þykka ullarpeysan mín - jehehesss og íslenskur LAKKRÍS újeah. Hver skyldi hafa pakkað í þakboxið inni í bílnum hmmmmm.
Um helgina fengum við að fara í heimsókn í nýju íbúðina. Ég hlakka rosalega til að flytja. Skemmtilegt umhverfi og þarna búa krakkar. Það er ekki mikið um krakka hérna í mið-miðborginni. Eiginlega sjást hér engir krakkar nema í fylgd með fullorðnum að skoða í búðir eða rétt við skólann. Eftir skóla hverfa börnin. Við vitum ekki enn hvert þau hverfa - en þau hverfa bara. Líklega fara þau heim til sín samt - eða það höldum við, ég og T.
EN ef ég hefði verið búin að sjá íbúðina áður en ég pakkaði í gáminn þá hefði ég nú líklega skilið eftir.........tjah........ansi margt. Á laugardaginn fáum við vonandi lykilinn að íbúðinni og þá verður eiginmaðurinn settur í heví vinnu að mála. Herbergin á neðri hæð íbúðarinnar eru mjög sánaklefalegar - þarf að redda því. Ég ætla ekkert að mála um helgina - nei ég ætla að skella mér aðeins til Íslands í 4 daga :). Dótið okkar kemur svo á mánudaginn þannig að þó ég hlakki til að fara til Íslands og knúsa marga, þá hlakka ég líka til að fara heim aftur fjórum dögum síðar til að hitta dótið mitt og koma mér fyrir og byrja búskapinn í útlöndunum.
Þá fyrst verður þetta alvöru.
No comments:
Post a Comment