Friday, September 9, 2011

föndur og útivist

Undanfarna daga er ég búin að vera að föndra hitt og þetta bæði í saumavélinni og líka bara í höndunum.

Fallegar "þungar" plastperlur og leðurband

Hliðartaska

..með vasa utan á, renndum vasa innan í og áföstu lyklakippubandi

Klæddi plastdós í nýjan búning og nú geymir hún símahlaðara og (h)eyrnatól heimilisfólksins. Ég á eftir að eignast nokkrar svona tómar dósir á næstu vikum/mánuðum og því um að gera að nýta það sem til fellur og búa til eitthvað sniðugt í staðinn :)

Fórum um síðustu helgi og skoðuðum okkur um við Sognsvann. Þá kom svona líka brjálæðisleg rigning og við hundblaut í T-bananum á leiðinni heim. G og eiginmaðurinn voru á fjallahjólum í drullunni en T var ekki búinn að fá hjólið sitt þá.

Gaurarnir fóru allir út að hjóla í gær í brekkum og drullumalli og á meðan skellti ég mér ein með T-bananum upp á Sognsvann og tók einn hring hlaupandi/gangandi enda var veðrið yndislegt. Ekki leiðinlegt að stunda útivist í svona veðri og ég hlakka til þegar litla gleraugnaætan kemur til okkar og við getum farið með hann með okkur í gönguferðir :). Í gær var heill hellingur af fólki að ganga, hlaupa og viðra hundana sína við Sognsvann - algjör útivistarparadís.

Rómó dinner í gær á Bolivar og nú er það hádegisdeit ;)
Góða helgi.

No comments: