Þegar ég tók miðann af töskunni tók ég eftir fallegum skilaboðum til mín :)
Um kvöldið fórum við með strætó í hverfið sem við ætlum að búa í því við fengum matarheimboð frá nágrönnunum okkar H og H. Horfðum á teiknimynd og nutum þess að vera í góðum félagsskap. Fengum meira að segja akstur heim í fornbílnum sem er á leiðinni á haugana.
Sunnudagurinn rann upp með rigningu. Ótrúlegt hvað þessi rigning getur verið mikil hérna. Það er bara alltaf rigning! Prófaði svo það sem mig hefur lengi langað til að gera en aldrei lagt í fyrr en nú. Verð nú að segja að það er stórlega ýkt að halda því fram að sushigerð sé erfið og taki tíma. Ef hrísgrjónin eru í lagi - þá er þetta ekkert mál :).
Útlitið kannski ekki það flottasta - en bragðið var æði :)
Í gær átti T valgdagsfrí og því skelltum við okkur í langferð með T-bana og strætó. Fórum í hina mjög svo þörfu búð Stoff og stil og kíktum svo á McD sem tilheyrir svona frídögum. Enduðum á klukkutíma heimsókn í Toys'r us.
Þurfti aaaðeins að versla í vefnaðarvöruversluninni og keypti m.a. mjúkt zebraefni fyrir L vinkonu mína en hún ætlar að setja það utan um stóla sem eiga að prýða nýju íbúðina hennar :)
No comments:
Post a Comment