Tuesday, September 20, 2011

fullbókuð helgi

Helgin var bókuð. Fullbókuð. Hitti Þ sem býr í Þrándheimi yfir kaffibolla á Karl Johan á föstudag. Frábært að hitta hana og heyra hvernig gengur með lífið og tilveruna þarna lengst í burtu. Hún á strák sem var í bekk með T þannig að við höfðum um nóg að tala og ég skemmti mér mjög vel :). Um kvöldið tók ég T-banann út í Bekkestua og hitti flottar íslenskar konur á veitingastað. Margt skrafað og spjallað, hlegið og skipst á flutningssögum - allar nýfluttar ;). Heimurinn er mjög lítill - ein þarna kannaðist við mig í gegnum vinnufélaga sinn, ein er systir vinkonu minnar, ein er mágkona annarar vinkonu og ein er vinkona mín frá Íslandi sem flutti hingað á sama tíma og ég.....geri aðrir betur!
Á laugardag kíktum við hjónin og T í bæinn og gengum svo í Grünerløkka hverfinu og enduðum á því að fá okkur kaffisopa og límonaði á Kaffebrenneriet (en ekki hvað). Yndislegt veður, pínu kalt og notalegur félagsskapur. Á sunnudag fórum við fjölskyldan með T-bananum út í Østerås þar sem H náði í okkur og við fengum höfðinglegar móttökur hjá fjölskyldunni. Hlaðborð af veitingum, gott kaffi, frábær félagsskapur og ekki skemmti hárlitun og klipping fyrir stemningunni ;). Gerðum samning við húsráðendur og ætlum að passa Dimmu sætu þegar fjölskyldan hennar heldur til Íslands í desember.

Um helgina var líka bókamessa í Oslo midtby. Ég græddi tvo poka sem ég get notað þegar ég fer út í búð að versla - elska svona margnota poka.


Svona pokar koma sér líka vel þegar maður er umhverfisvænn. Hér í Osló flokkum við eins og enginn væri morgundagurinn. Stundum er maður í stökustu vandræðum með hvað á að fara hvar - en þetta er allt að koma. Algjör snilld hjá þeim að hafa rúllur af pokum, grænum og bláum sem maður notar til að flokka sorpið með - hægt að fá þessar rúllur ókeypis í búðinni - bara kippa þeim með í innkaupunum.


1 comment:

Anonymous said...

Flottir pokar!

Knús frá kalda og blauta landinu
J