Það var hellingur af fólki á markaðinum og erfitt að komast að borðunum til að skoða....gafst eiginlega bara upp. Þarf að gíra mig upp fyrir næsta loppemarked sem ég fer á og bara olnboga mig áfram ;)
Þegar ég fór í IKEA um daginn keypti ég þetta grófa bómullarteppi. Ég ætlaði aldrei að nota það sem teppi en hafði hugsað því nýtt hlutverk.
Eitt af hlutverkunum var að breytast í peysu fyrir mig og sú er aldeilis tilbúin :). Hitt hlutverkið verður kósí púðaver.
Í gær langaði mig að gera smá tilraun. Skellti mér í H&M og keypti eitt stk bol og eitt stk herraskyrtu.
Saumaði í gærkvöld og þetta er útkoman. Nýr kjóll. Notaði eingöngu bolinn og skyrtuna. Efri hlutinn af bolnum kom í stað efri hluta af skyrtu. Og neðri hluti af bolnum kom í hliðarnar á skyrtunni til að fá útvíkkun á kjólinn (A-snið).
No comments:
Post a Comment