Thursday, February 16, 2012

ferðalag

Það er aldeilis - ýmist í ökla eða eyra - annað hvort ekkert að gera eða allt að gerast....
Á morgun verður lagt af stað til Sjanghæ í Kína. Jebb - bara ár síðan þetta var ákveðið og núna er loksins komið að því. Hef ekki grænan grun hvað ég ætla af mér að gera þarna annað en að heimsækja vinkonu sem hefur reyndar verð vinkona mín í 32 ár. Af þessum 32 árum höfum við verið í sama bekk í 6 ár, sama framhaldsskóla í 4 ár, verið saman í saumaklúbb í 22 ár. Af þessum 32 árum höfum við búið í sama landi í 12 ár - í heil TUTTUGU ár erum við búnar að búa í sitthvoru landinu. Samt erum við enn vinkonur. Við töluðum stundum ekki saman í heilt ár - en alltaf þegar við heyrðum í hvor annarri var eins og við hefðum hist síðast í gær. Á laugardagsmorgunn (Kínatími) hittumst við og ætlum að eyða rúmri viku saman. Jebb ég er tilbúin að fara. Á bara aðeins eftir að finna töskuna, pakka og kannski fyrst og fremst endurheimta eiginmanninn frá Íslandi. Þetta græjast allt fyrir brottför á morgun - ég veit það - hefur ekki klikkað hingað til!


Metum vináttuna - verum glöð - lifum lífinu - samgleðjumst samferðafólki okkar og heilsum fólki sem eru vinir okkar á Facebook, af hverju ættu þeir annars að vera vinir okkar ;)