Tuesday, July 17, 2012

allt í gangi

Ferðalögum engan veginn lokið þetta sumarið. Ítalía var stórkostleg og Frú Galin ferðafélagi minn sú allra besta (átti nú ekki von á öðru). Svei mér þá ef ég saknaði hennar ekki bara fyrstu dagana eftir að við komum heim. Ísland var alveg jafn dásamlegt og áður og sólríkt með eindæmum. Stefnan tekin á Gautaborg á morgun og jafnvel Kaupmannahöfn á föstudag. Kannski sólin fari að láta sjá sig almennilega hérna á hinum Norðurlöndunum takk fyrir! Líðum þó ekki D-vítamínskort eftir veruna í sólinni á Íslandinu góða og svei mér þá ef sú gula lét ekki bara sjá sig í augnablik og andartak í dag hér í Osló.

Skrifaði undir samning við danska forlagið Mellemgaard á meðan ég var á Íslandi í byrjun júlí. Þarf bara að skrifa það enn og aftur því ég á ennþá erfitt með að trúa því að þetta hafi orðið að veruleika. Undarleg tilfinning að ég nái að gefa bókina út í Danmörku á þessu ári líka.... Stressuð - kannski örlítið!  Annars er ég komin með ljósmyndara fyrir nýju bókina þannig að núna þarf ég að setja í túrbógírinn og ljúka við hlutina sem eiga að fara í myndatöku - allt í gangi, svei mér þá.

Fann annars skemmtilegt pils í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum og breytti því á meðan ég var á Íslandi. Pilsið varð að ótrúlega sætum bol/blússu. Ætla jafnvel aðeins að breyta meira, kemur í ljós.

Pils með áföstu undirpilsi og rennilás á hliðinni
(já já ekki besta myndataka í heimi)

Bolur/blússa

Bjó til þessa rosalegu ostaköku fyrir matarboð um daginn. Bláber, jarðarber, hindber.....mmmmm BARA gómsæt kaka. Fann uppskriftina hjá bloggvinkonu minni hér. Notaði glútenlausar kremkexkökur í staðinn fyrir oreokökur - held að enginn sem borðaði kökuna hafi liðið glútenskort!