Wednesday, November 10, 2010

Julehytte i december

Så nærmer dagen sig hvor jeg skal stå og sælge nogle af mine varer i en lille hyggelig julehytte i Hafnarfjørdur. Så småt så småt får jeg lavet det jeg har tænkt mig at stille op med :)

Cupcakes og klejner


Slasketasker


Vanter til store og små

Tuesday, November 9, 2010

Når man ikke kan lave noget som helst....

Når man har det så dårligt at man ikke kan komme på arbejde - hverken strikke, hækle eller sy - kan man glæde sig over en god kop cappuchino, croissant og en dejlig bog :)

Tuesday, July 27, 2010

Vika 29: Hnébuxur og flugnanet

Í þessari viku stytti ég buxur af þeim yngsta og gerði að hnébuxum. Mikil ánægja með þá framkvæmd - enda framkvæmd að ósk eiganda.



Þar sem við erum stundum í útilegu og þá virðast sumar flugur elska okkur meira en aðrar ákvað ég að sauma nokkur flugnanet til að hafa í fellihýsinu. Þessi hafa komið að góðum notum.

Monday, July 26, 2010

Vika 28: Peysa og pottaleppi

Í þessari viku saumaði ég mér peysukjól sem ég fór í í útilegu. Hlý og notaleg. Núna er ég búin að þvo hana og nú passar hún á barbí.... Þetta kennir manni að þvo efnið áður en maður saumar úr því. Ætla að skjótast við tækifæri og athuga hvort þær eigi ekki meira af þessu efni í nýju efnabúðinni á Frakkastíg.


Ég heklaði annan pottalepp og gaf föðursystur eiginmannsins í gjöf fyrir að bjóða okkur heim í yndislega sumarbústaðinn hennar :).

Friday, July 16, 2010

Vika 27: Jakki og heklaður pottaleppi

Í þessari viku ákvað ég að ráðast á frakka sem ég er búin að eiga inni í skáp í a.m.k. tvö ár. Ég keypti hann í Zöru á sínum tíma og aðallega vegna þess að ég var svo skotin í kraganum á frakkanum. Þar sem ég er manndvergur þá fer mér ekkert sérstaklega vel að vera í frakka og því hef ég aðeins notað hann þrisvar sinnum ehemm....
Í dag er frakkinn orðinn að jakka og ég bara nokkuð sátt. Veðrið hefur verið of gott undanfarið þannig að ég hef ekki notað hann enn - en hlakka til í haust :)

Svona leit frakkinn út


Svona lítur jakkinn út


Ég heklaði þennan líka sæta pottalepp og er alveg kominn í gírinn að hekla fleiri enda sniðug gjöf :). Myndin er nú ekki sú besta en þar sem pottaleppinn (eða er það pottaleppurinn) er fastur í fellihýsinu þá er ekki hægt að taka aðra mynd fyrr en í næstu ferð ;)

Tuesday, July 6, 2010

Vika 26: Prjónuð húfa og blómanæla

Ég prjónaði húfu eftir munstri sem ég lærði á prjónanámskeiðinu í síðustu viku. Ákvað að nota Kambgarnsafganga og er mjög sátt við útkomuna. Þessi er hlý í útilegurnar í sumar.

Munstrið heitir lænkestrikning.


Ég prjónaði síðan fremhævede masker sem kemur mjög vel út að aftan, tjah eða að framan.


Svo finnst mér húfan ekkert síðri á röngunni :)



Saumaði stóra blómanælu eins og mig hefur langað í lengi. Spurning hvort maður þori að láta sjá sig með svona ferlíki í barminum. Tjah ég get þá allavega hengt hana á einhverja töskuna :).

Monday, July 5, 2010

Vika 25: Svartur kjóll og prjónaprufur

Í þessari viku ákvað ég að breyta svörtu pilsi sem ég átti í kjól. Pilsið keypti ég í Róm fyrir nokkrum árum og það náði niður á miðja kálfa. Það er ekkert sérstaklega hentugt fyrir dverg eins og mig og því saumaði ég efri part á pilsið og nú nær hann niður á hné eins og ég vil hafa hann :).





Ég fór á námskeið í Nálinni hjá Helgu Isager prjónahönnuði. Þar lærði ég að búa til prjónaprufur ÁÐUR en ég prjóna flíkina hehe. Frú óþolinmóð (þegar kemur að svona verkefnum) var nú ekki alveg að nenna þessu - en verður að viðurkenna að þetta ER algjörlega málið.

Tuesday, June 22, 2010

Vika 24: Peningaveski og bikinilögun

Já það fór víst lítið fyrir saumaskapnum í þessari viku þar sem ég fór til Tenerife í viku með yngsta strumpinn. En áður en ég fór náði ég að sauma þrjú peningaveski til að hafa um mittið. Algjör snilld þegar maður ferðast út í heim :).



Á Tenerife lagaði ég aðeins (handsaumaði) bikinibrjóstahaldarann þar sem mér fannst hann gapa of mikið. Ekki að ég þyrfti mikið á þessu bikini að halda þar sem sólin skein á okkur síðustu 2 dagana en hina 5 á undan var alskýjað allan daginn alla dagana.



Svona var himininn í 5 heila daga.



Svona var himininn í 2 heila daga.

Vika 23:Kjóll og fótbolti

Í þessari viku keypti ég náttkjól í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum og breytti honum í aðeins pæjulegri kjól. Setti pífur og skáband :). Kjóllinn er ofsalega sumarlegur og ég er búin að nota hann einu sinni. Á pottþétt eftir að nota hann aftur í sumar. Hann er kannski helst til stuttur þegar beltið er komið á en þá er fínt að vera í leggings í íslenska sumrinu hehe.
Hérna er kjóllinn í upprunalegri mynd.


Hérna er kjóllinn með samlitu slaufubandi.


Og hérna er svo kjóllinn með svörtu belti.


Fylgihlutur þessa vikuna var fótbolti. Jamm ég ætlaði að athuga hvort ég gæti látið nemendurna mína sauma svona bútasaumsfótbolta. Eftir saumaskapinn hef ég það á tilfinningunni að þeir allra allra bestu gætu klórað sig í gegnum þetta en hinir væru aðallega í því að rekja upp.... Gleraugnaætan er hinsvegar hæstánægð með nýjasta leikfangið ;).

Monday, June 7, 2010

Vika 22: Stuttbuxur og dúkur

Í þessari viku ákvað ég að stytta svartar buxur sem ég keypti í H&M fyrir mööörgum árum síðan. Ég hef ekki átt stuttbuxur í háa herrans tíð en þar sem veðrið hefur svo sannarlega boðið upp á stuttar buxur ákvað ég að nýta tækifærið og klippa skálmar. Buxurnar voru kvartbuxur og ég hef notað þær sem vinnubuxur síðastliðin ár, m.a. málað í þeim og voru hvítar slettur á skálmunum. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna. Bætti litlu bleiku blómi á aðra skálmina og núna verð ég kannski brún á fótleggjunum þegar ég er að vinna í garðinum í sumar....Hafði nú ekki hugsað mér að fara í þeim á djammið hehe.





Keypti fyrir þó nokkru svart dúkaefni í RL búðinni og er búin að þvo dúkinn nokkrum sinnum en nennti aldrei að falda hann. Núna var ekki hjá því komist þar sem hann kom allur í flækju út úr þvottavélinni síðast ehe! Faldaði því dúkinn í þessari viku og læt það vera fylgihlutinn í þetta skiptið.

Monday, May 31, 2010

Vika 21: Stuttur jakki og útiborðið mitt

Ég á eiginlega engan sumarjakka eða svona stuttan jakka. Fyrir nokkrum árum saumaði ég mér kápu sem ég notaði nokkrum sinnum. Síðan hefur hún hangið á herðatré inni í skáp og ég hef alltaf verið að spá í hvað ég ætti að gera við hana. Lausnin kom í þessari viku. Ég stytti kápuna, tók kragann af og úr varð skemmtilegur jakki sem ég á pottþétt eftir að nota :)

Svona leit kápan út:


Svona lítur jakkinn út:


Smá díteils:


Fylgihluturinn minn þessa vikuna á eftir að fylgja mér í allt sumar og tjah bara öll sumur hér eftir. Mér áskotnaðist járngrind undan borði og ákvað að smíða ofan á það borðplötu sem ég endaði svo á að bera á viðarvörn. Borðið verður notað til að umpotta plöntum, undirbúa grillmatinn og bara allt það sem hugurinn girnist á sumrin :). Tuborgkassinn inniheldur jarðaberjaplöntuna sem ég keypti í vor. Hún hefur þegar gefið af sér eitt ber sem yngsti sonurinn fékk að smakka og fannst rosalega gott.

Vika 20: Bleik peysa og ....lakviðgerð...

Í þessari viku breytti ég bleikri peysu sem ég átti. Ég keypti hana fyrir langa löngu í H&M þegar ég bjó í nálægð við þá öðlings verslun. Hef ekki notað hana mjög lengi, hún var hneppt upp í háls, síðerma og náði niður fyrir rass. Þar sem mig vantar alltaf litlar sætar gollur yfir hlírakjóla ákvað ég að breyta þessari og er bara nokkuð sátt :).



Fylgihluturinn þessa vikuna var frekar ómerkilegur. Ég ákvað að nota tímann og laga nokkur göt á svörtu laki sem ég nota í fellihýsið. Lakið er nú sem nýtt og komið á dýnuna í fellihýsinu - tilbúið til notkunar.

Tuesday, May 18, 2010

Vika 19:barnakjóll og blómaband

Í þessari viku saumaði ég barnakjól upp úr peysu sem samstarfskona mín átti. Hún "fílaði" ekki þessa peysu og ég ákvað að breyta henni í kjól sem hún getur gefið barnabarninu sínu :).
Svona leit peysan út áður en ég byrjaði.


Svona lítur kjóllinn út sem litla daman fær.


Bjó til blóm úr afgangi af kjólnum frá því úr síðustu viku. Setti á band og það er hægt að nota sem belti eða skraut á fatnað.

Tuesday, May 11, 2010

Vika 18: blöðrukjóll og blómaspenna

Ó já. Fór í breytingar á flík sem ég var búin að gera áður. Var bara einfaldlega ekki að ganga upp eins og hún var. Ég skipti um efri hluta - notaði glansbolinn sem ég ætlaði alltaf að nota í fyrstu en fann ekki - ehe! Setti helminginn af bolnum neðan á pilsið og úr varð blöðrukjóll....bara nokkuð sátt.


Prjónaði lítið sætt blátt blóm og setti í ömmuspennu :).

Mynd síðar þar sem myndin sem ég tók misheppnaðist....

Monday, May 3, 2010

Vika 17: Röndóttar joggingbuxur og litlir barnaskór

Í þessari viku saumaði ég röndóttar joggingbuxur. Ég saumaði mér einar svartar fyrir rúmu ári síðan og það var bara kominn tími á nýjar.



Fylgihluturinn að þessu sinni voru þessir krúttlegu prjónuðu skór sem ég fann uppskrift af á netinu. Kambgarn (sem ég á enn nóg af) og agalega sætir skór. Þarf að finna einhvern lítinn dreng til að nota skóna :)

Tuesday, April 27, 2010

Vika 15-16: Afgangaskokkur

Þessi prjónaði afgangaskokkur tók bara svo roooosalega langan tíma að ég gerði ekkert annað í tvær vikur. Tjah eða þannig sko. Ég sem sagt ákvað að prjóna hann bara og fylgihluturinn var hreinlega að ganga frá öllum endum...ehe....
Ég fitjaði upp 324 lykkjur sem er held ég með því mesta sem ég hef fitjað upp - svei mér þá. Skokkurinn er prjónaður úr kambgarnsafgöngunum mínum en ég keypti garn í efri hlutann - átti ekki nóg garn þar sem ég vildi ekki hafa hann röndóttan þar.







Friday, April 9, 2010

Vika 14: Múltíjakki og hin ermin

Í þessari viku réðist ég loks í verkefni sem er búið að liggja í hausnum á mér í þó nokkurn tíma. Ég saumaði jakka sem hægt er að snúa inn og út og afturábak og áfram. Í verkefnunum mínum hef ég ekki verið að kaupa mikið af efnum heldur gengið á bunkann sem ég á fyrir. Ég fann í fórum mínum svart hörefni og BLEIKT ullarefni. Ullarefnið er inni í jakkanum (getur líka verið að utan) og hörefnið að utan. Sníðagerðin gekk vel - sneið efnið beint og þarf því líklega að taka flíkina í sundur þegar ég kaupi mér eitthvað flott efni ;). Saumaskapurinn gekk líka vel. Vandræðin liggja eftir allan saumaskap.... en þannig er mál með vexti að ég vil hafa smellur í flíkinni og þarf líklega um 16 smellur. Komst að því í dag að einn pakki af smellum (10stk í pakka) kostar 2500 krónur. Og þar sem ég veit ekki hvort ég noti jakkann með þessu efni....öööh auðvitað geri ég það eitthvað - en hvort ég noti hann mikið - þá tími ég eiginlega ekki að kaupa smellur í dag. Kannski kaupi ég þær á morgun.
Endaði á að kaupa minni smellur sem kostuðu 1900kr fyrir 2 pakka. Átti í smá basli með þær þar sem þær vildu ekki alveg tolla í þykka efninu en ég held að þetta hangi núna :)











Ég lauk líka við hina ermina fyrir mömmu þannig að nú getur hún farið að huga að lokum þessa prjónaskapar. Peysan er gordjös og litla systir á eftir að vera svoooo fín í henni :).