Monday, November 28, 2011

ferðalag og þakkargjörðarhátíðin

Á föstudaginn gerðum við næstum það ómögulega. Mæli ekki með þessu - en þetta var eina lausnin sem var í boði á þessum tíma. Við hjónin fórum á fætur eins og venjulega rétt fyrir klukkan sjö á föstudag og eiginmaðurinn skellti sér í vinnuna á einn fund. Ég smurði nesti fyrir skóladrengina, eins og venjulega og undirbjó ferðina löngu. Klukkan 11 lögðum við akandi af stað til Kaupmannahafnar. Lentum í Field's í Bilka 17:45. Rétt fyrir klukkan 20 vorum við mætt á Kagså kollegíið. Fengum dýrindis heimabakaða gúmmelaði pizzu hjá hundapössunarkonunni og kæró. Klukkan 21:22 vorum við lögð af stað til baka til Osló. Lögðum bílnum í götunni okkar rétt um klukkan 4 aðfararnótt laugardags. Takk fyrir og sæll. Á gamals aldri tekur það tvo sólarhringa að jafna sig á svona ferðalagi.....þó það sé ekki nema að jafna sig á Bilkaferðinni ;). Elsku hundapössunarkona - þú ert falleg að innan sem utan - við elskum þig öll.

Þessi hérna er ekki alveg viss hvað honum finnst um þetta allt saman. Hann geltir á brunaboðann sem blikkar rauðu ljósi. Hann geltir á viftuspaðann í loftinu, þennan sem dreifir hitanum úr kamínunni fyrir okkur. Hann geltir á hundana sem hann sér úti á röltinu. Hann hrekkur við þegar strákarnir hlæja. Jebb, hann er ekki alveg að átta sig á þessu norska lífi......eftir rólyndis lífið á kollegíinu.

Skellti í einn aðventukrans í vikunni. Fékk þessi fínu spjöld með ROM123 sem ég er áskrifandi að. Og þá var búið að redda kransinum í ár.


Yngsti sonurinn skellti í lakkrískurlkökur. Búið að bíða eftir því að geta bakað þær síðan í haust. Mamman var svo hugulsöm að henda tveimur pokum af lakkrískurli í bílinn á leiðinni með hann í gám. Mömmunni finnst þetta ekkert sérstakar kökur en veit að sá yngsti ELSKAR þær og að sjálfsögðu fékk hann þá að baka þær.


Laugardagurinn fór í tveggja tíma fótboltaæfingu hjá þeim yngsta. Loksins grænt ljós á að hefja æfingar aftur þó hælarnir séu langt frá því að vera góðir. Kælikrem og klakar á hæla eftir æfingar er það sem er í boði núna. Hann var þó ánægður að mæta á æfingu og vonandi fer þetta allt að komast í rútínu hjá okkur og kannski leynist nýr vinur í einhverjum á fótboltaæfingunum - það væri óskandi. Svolítið erfitt að vera vinalaus í nýju landi.

Vorum svo boðin í flott boð á sunnudag - Thanksgivingpartý í Hövik. Glæsilegur matur og frábær félagsskapur. Frúin tók að sér að gera eftirréttinn. Skellti í pekanpæ sem endaði óvænt sem valhnetupæ þar sem pekanhnetur voru ekki til í þeim FJÓRUM matvörubúðum sem ég fór í á laugardaginn. Bragðaðist þó alveg afbragðsvel. Skellti líka í nokkrar minicupcakes og að þessu sinni varð vanillukaka fyrir valinu með bláu vanillukremi - fannst það svo vetrarlegt þó hitamælirinn hafi sýnt 11°C hér í Osló í gær.


Þessar litlu vinkonur voru nú ekkert ósáttar við þann fjórfætta - og hann var alsæll með alla athyglina.

Monday, November 21, 2011

Pizza

Helgin var pökkuð. Fengum góðan næturgest frá Berlín. Gerðist Suzukimóðir eina helgi, tók myndir og vídeó eins og góðri móður sæmir. Skrapp með næturgestinum á Frognerseteren í þokunni á laugardagskvöldið. Kíktum á Munch safnið á sunnudagsmorguninn og svo voru það tónleikar í Majorstuenkirke seinnipartinn á sunnudag. Glæsilegir tónleikar þar sem næturgesturinn stóð sig með mikilli prýði og spilaði undurfagurt lag eftir íslenskan höfund.

Á föstudaginn gerði ég mér hollustu pizzu á meðan allir strákarnir fengu sér týpíska heimapizzu. Mig langaði bara ekkert í svoleiðis. Pizzaofninn alveg að standa sig :D.

Sést ekki í botninn fyrir gúmmelaði

Pepperonipizza

Friday, November 18, 2011

Þú ert frábær!

Þessi dagur er helgaður mér sjálfri, Sigríði Klingenberg, Secret og Louise L. Hay. Ég sit og hlusta á "Þú ert frábær" með Siggu Kling. Ég ætla að fletta upp nokkrum góðum ráðum úr bókinni "I CAN DO IT" eftir Louise L. Hay. Á pottþétt eftir að lesa valda kafla í "Secret" bókinni. Í dag er ég að vinna að verkefni sem ég ætla mér alla leið með.


Í gær komu hingað 5 flottar skvísur og ég sýndi þeim hvernig ég festi myndirnar á kerti. Ég bakaði líka í tilefni dagsins enda var þetta hinn skemmtilegasti saumaklúbbur :D. Ég er algjörlega dottin í að gera minicupcakes þegar ég baka bollakökurnar. Það er í raun það eina sem maður þarf - lítil kaka með kaffinu. Mér reiknast til að í einni slíkri eru 135 hitaeiningar. Hvað ætli séu þá margar hitaeiningar í venjulegri cupcake ehemmm ;). Í þetta skiptið bakaði ég vanillubollaköku með vanillukremi og cappuchinoköku með cappuchinokremi.



Brauðvélin (jólagjöfin frá mömmu) er að slá í gegn. Í fyrrakvöld var hún vígð og fékk að hnoða og hefa deigið í pítubrauðin. Í gær bakaði hún danskt rúgbrauð fyrir okkur. Ég ELSKA þessa vél :D.

 Pítubrauð úr bókinni "Af bestu lyst"


7dl hveiti
1dl heilhveiti
1dl sesamfræ
1 tsk salt
1 tsk sykur
2 1/2tsk þurrger
3dl volgt vatn




Og heimatilbúna pítusósan sló í gegn.

Heimatilbúin pítusósa


150g sýrður rjómi eða hrein jógúrt
1 tsk hlynsíróp
1 msk oreganó
1 stk hvítlauksrif
graslaukur, klipptur
hnífsoddur af chilipipar
nokkur saltkorn



Tuesday, November 15, 2011

Barcelona og Facebook

Yndislegir dagar í Barcelona. Skólapartý. Rölt um Gracia hverfið. Fullorðnir, börn og hundur knúsuð í kaf. 8 ára afmælisveisla. Er hægt að biðja um meira?

Kokomo

8 ára afmælisdrengurinn að undirbúa bæjarferð - best að hafa aura í vasa.

Úti að rölta með litla ferfætlinginn.

Krakkarnir sáu um að skreyta þessar fínu möffins fyrir afmælið.

Frænka var beðin um HULK köku og afmælisdrengurinn valdi þessa fyrir veisluna.

En honum fannst þessi flottari svo við fengum hana á sjálfan afmælisdaginn :D

8 ára strákurinn

Næstum 12 ára pæjan

Ég ætla að taka pásu frá Facebook í nokkra daga - kannski lengur. Þetta fyrirbæri er tímaþjófur þó ég noti þennan samskiptavef mikið til að tala við fjölskylduna mína sem er langt í burtu. Það er bara svo auðvelt að gleyma sér í engu - vera upptekin af því að kíkja á fésið til að athuga hvort einhver sé inni til að spjalla eða ekki. Detta í einhver (oft) ömurleg vídeó eða lestur á misgóðum blaðagreinum. Þannig að PÁSA er það. Ef einhver þarf nauðsynlega að ná í mig þá er ég með emailinn eplammm@gmail.com og svo er ég líka með íslenskan heimasíma sem er fjórirníuníututtuguogsjötuttuguogþrír :D
Ég er þó ekki hætt að blogga.

Thursday, November 10, 2011

Rygge - Barcelona

Jebb. Við mæðgin erum snillingar í að ferðast. Sitjum nú á flugvellinum í Rygge að bíða eftir að fá að fara um borð í Ryanair. Vélin á ekki að fara fyrr en eftir rúman klukkutíma og svei mér þá ef hún verður ekki bara á réttum tíma. Vélin er allavega mætt - svo mikið er víst.

Blað og vatn fyrir mömmu, heimanám fyrir ungann

Tuesday, November 8, 2011

Monopoly

Helgin þýddi rölt á Majorstuen/Bogstadveien, bökunarbúðin í Sagene, kaffihús á Vogtsgate, Jensens Böfhus bbqrif (Bilkakeypt í DK), rauðvín og ostar, fjölskylduMonopoly, strákafjallahjólatúr, kaffigestir og tilheyrandi bakstur. Ég bakaði bananakökuna hennar Örnu frænku og svo prófaði ég nýja uppskrift af bollakökum. Í þetta skiptið bakaði ég minicupcakes - vanillukökur með sítrónufrómas og ítölskum marens.......
Kjellingin var send í fangelsi

Minicupcake - vanillusítrónukaka með ítölskum marens....namm

Bananakakan - eða það sem eftir var af henni

Nú bíða bara svona gaurar eftir því að komast til Barcelona :)

að heimsækja þessi hérna

Saturday, November 5, 2011

hafrakökur án baksturs

Ákvað að prófa uppskrift í gær sem ég fann á Pressunni fyrir margt löngu. Hafði aldrei gefið mér tíma til þess áður en ákvað að nú væri tími til þess. Fáránlega auðveld uppskrift og smakkast alveg glimrandi vel. Pakkaði dótinu inn í sellófan og límdi með fallegum límmiðum sem ég fékk í afmælisgjöf frá Barcelona. Í raun eru þessir hafrabitar/múslístykki tilvalin "værtindegave" þegar maður fær heimboð.

Hluti uppskriftar settur í pott

Þurrefnin í skál

Öllu blandað saman og ég setti í form
en uppskriftin segir að maður eigi að hnoða 8 bita sem mér finnst of stórt

Pakka inn í sellófan


Friday, November 4, 2011

loftlaus blaðra!

Fyrsti mánuðurinn í nýja hverfinu hefur aldeilis verið viðburðaríkur. Allur tilfinningaskalinn hefur verið notaður hjá undirritaðri og er loftið alveg sigið úr blöðrunni.

Í október ferðaðist ég með Iceland Express í síðasta skipti. Þrjú ár síðan pabbi dó langt fyrir aldur fram.  Pakkað upp úr 40 fermetra gámi á 6 dögum. Frumburðurinn og mamma komu í heimsókn. Góðir vinir frá Álaborg komu í heimsókn. Hundurinn fékk ekki að koma til okkar. Heimsóttum flottustu hundapössunarkonuna og hundinn. Krabbatékk á eiginmanninum í þessari viku sem fékk farsælan endi og tékk aftur eftir 3 mánuði. Ætli maður verði minna stressaður þá?
Sem sagt ALLAR helgar uppteknar í október og þær voru FIMM!

Ekkert planað um helgina - nema kannski að tékka aðeins betur á þessari hér sem kom með póstinum í gær.

Góða helgi :D

Wednesday, November 2, 2011

föndur

Þegar myrkur var skollið á í gær skrapp ég aðeins í bæinn að hitta eina Stavangerpæju. Við fórum og fengum okkur sushi á flottum (og dýrum) veitingastað. Þegar ég kom heim beið mín þessi pakki en ég hafði nefnt það við nágrannann minn að ég hlakkaði til að borða lakkrísinn sem hann kæmi með til baka frá Íslandi ;). Það voru alveg nokkrir molar eftir sko og þeir voru góðir á bragðið.

Annars hef ég verið að dúlla mér við að hekla bollakökur - maður verður háður þessu hekli.... Hingað til hef ég alltaf prjónað möffinsin en mér finnst þessi miklu fallegri og skemmtilegri að búa til.

Í morgun bjó ég svo til jólakertið okkar. Prentaði út mynd frá því á síðustu jólum og bræddi á kerti, með þar til gerðum verkfærum (sorrí mamma en verkfærin komu með hingað til Osló....skal koma með þau næst þegar ég kem til Íslands). Bjó reyndar fyrst til lítið japanskt kerti úr umbúðapappír - svona til að athuga hvort ég hefði nokkuð gleymt hvernig ætti að gera þetta.





Fram að jólum ætla ég svo að dunda mér við að sauma þennan hér.

Straujaði líka nokkrar töskur í dag og tók myndir fyrir ETSY. Nú þarf bara að henda þeim þar inn og sjóða saman skýringu á ensku!

Tuesday, November 1, 2011

sóðaskapur í Osló

Í Osló flokkum við heimilissorpið. Við erum með græna poka fyrir lífrænan úrgang, bláa poka fyrir plastið, glergáma og pappírsgáma. Samviskusamlega flokka ég allt í "frumeindir" - eða þannig. Hvers vegna í ósköpunum ætli íbúarnir í borginni gangi þá svona illa um þegar þeir eru með svona flott flokkunarkerfi? Svona er þetta alls staðar. Það er hvorki sópað upp eftir sóðana né nenna sóðarnir að henda rusli í þar til gerðar sorptunnur!

Þegar þessi mynd var tekin var einnota kaffibollinn búinn að standa undir þessu handriði í 6 vikur..... ég er ekki að ýkja. Allir í fjölskyldunni spáðu í hversu lengi kaffibollinn yrði látinn vera þarna óhreyfður. Auðvitað gætum við hafa fjarlægt hann - en þá hefði tilraunin jú misheppnast hjá þeim sem setti kaffibollann þarna. Eða var þetta kannski ekki tilraun hjá viðkomandi? Þess má geta að vindurinn feykti ekki einu sinni kaffibollanum um koll - enda var hann greinilega vel staðsettur hjá sóðanum ;)

Stigagangurinn þar sem ég bý núna hefur ekki verið þrifinn síðan í september. Jebb that's right síðan í SEPTEMBER. Ástæðan er sú að stúlkan (á efri hæðinni) sem er ráðin til að þrífa er í veikindaleyfi og þá er bara enginn annar fenginn í staðinn. Hef svo sem verið að spá í að taka þetta að mér - en launin eru ekkert til að húrra yfir. Svo er spurningin um að fara bara þarna út og sópa og skúra.....en þá búast allir við að ég geri þetta framvegis og það frítt. Ehemm. Þannig að ég er komin á það hættulega stig að loka bara minni innihurð og þá veit ég ekki af þessu - nákvæmlega eins og hinir :D. Þoli ekki að hugsa svona og haga mér eins og hjörðin...........skamm!

Kannski ég ætti bara að gerast ræstitæknir fyrir bygginguna (held það séu 9 stigagangar með 6-8 íbúðum í hverjum gangi). Ég er allavega djöh góð að þrífa ;)