Friday, April 9, 2010

Vika 14: Múltíjakki og hin ermin

Í þessari viku réðist ég loks í verkefni sem er búið að liggja í hausnum á mér í þó nokkurn tíma. Ég saumaði jakka sem hægt er að snúa inn og út og afturábak og áfram. Í verkefnunum mínum hef ég ekki verið að kaupa mikið af efnum heldur gengið á bunkann sem ég á fyrir. Ég fann í fórum mínum svart hörefni og BLEIKT ullarefni. Ullarefnið er inni í jakkanum (getur líka verið að utan) og hörefnið að utan. Sníðagerðin gekk vel - sneið efnið beint og þarf því líklega að taka flíkina í sundur þegar ég kaupi mér eitthvað flott efni ;). Saumaskapurinn gekk líka vel. Vandræðin liggja eftir allan saumaskap.... en þannig er mál með vexti að ég vil hafa smellur í flíkinni og þarf líklega um 16 smellur. Komst að því í dag að einn pakki af smellum (10stk í pakka) kostar 2500 krónur. Og þar sem ég veit ekki hvort ég noti jakkann með þessu efni....öööh auðvitað geri ég það eitthvað - en hvort ég noti hann mikið - þá tími ég eiginlega ekki að kaupa smellur í dag. Kannski kaupi ég þær á morgun.
Endaði á að kaupa minni smellur sem kostuðu 1900kr fyrir 2 pakka. Átti í smá basli með þær þar sem þær vildu ekki alveg tolla í þykka efninu en ég held að þetta hangi núna :)











Ég lauk líka við hina ermina fyrir mömmu þannig að nú getur hún farið að huga að lokum þessa prjónaskapar. Peysan er gordjös og litla systir á eftir að vera svoooo fín í henni :).



3 comments:

frugalin said...

Ég er alveg hrikalega spennt að sjá múltíjakkann ;-)

e said...

Myndir komnar mín kæra :)

frugalin said...

Það er nú ekki eðlilegt hvað þú ert hugmyndarík mín kæra. Skil vel að þú hafir þurft að taka margar myndir af jakkanum, þetta er undarleg flík en skemmtileg.