Tuesday, June 22, 2010

Vika 23:Kjóll og fótbolti

Í þessari viku keypti ég náttkjól í Rauðakrossbúðinni á Laugaveginum og breytti honum í aðeins pæjulegri kjól. Setti pífur og skáband :). Kjóllinn er ofsalega sumarlegur og ég er búin að nota hann einu sinni. Á pottþétt eftir að nota hann aftur í sumar. Hann er kannski helst til stuttur þegar beltið er komið á en þá er fínt að vera í leggings í íslenska sumrinu hehe.
Hérna er kjóllinn í upprunalegri mynd.


Hérna er kjóllinn með samlitu slaufubandi.


Og hérna er svo kjóllinn með svörtu belti.


Fylgihlutur þessa vikuna var fótbolti. Jamm ég ætlaði að athuga hvort ég gæti látið nemendurna mína sauma svona bútasaumsfótbolta. Eftir saumaskapinn hef ég það á tilfinningunni að þeir allra allra bestu gætu klórað sig í gegnum þetta en hinir væru aðallega í því að rekja upp.... Gleraugnaætan er hinsvegar hæstánægð með nýjasta leikfangið ;).

2 comments:

Kataa said...

Ótrúlega flott hjá þér vinkona....knús á gleraugnaætuna :)

Kataa said...

úpppps hélt ég væri að senda þetta á mínu maili....þetta er sem sagt kveðja frá Lilju :)